Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1974, Side 7

Æskan - 01.02.1974, Side 7
sern tlminn stæði kyrr eitt augnablik meðan Tell dró örina oddi og miðaði. Það hvein I bogastrengnum, og fegins- andvarp leið frá vörum áhorfenda, þegar þeir sáu örina hrifa eplið af höfði drengsins, sem nú brosti til föður síns. Drengurinn greip því næst sundurskotið eplið og hljóp með Þaö til hermannanna. „Sjáið, hve vel pabbi hitti!" hrópaði hann fagnandi. Vilhjálmur tók son sinn í fang sér og þrýsti honum að sér. þá spurði Gessler: „Hvers vegna tókstu tvær örvar úr mæli þínum, Vilhjálmur?" Vilhjálmur horfðist í augu við hann og mælti: „Seinni °rin var ætluð þér, ef drengurinn minn hefði beðið bana^" Þetta þoldi Gessler ekki. „Takið þennan uppreisnarmann,‘< sagði hann við menn sina. „Að vísu skal hann ekki drep- 'rin, en hafa skulum við hann f haldi fyrst um sinn. Farið með hann niður i bátinn, sem bíður við bryggjuna." Hermennirnir tóku nú Vilhjálm og fluttu niður til strand- ar, en drenginn tóku vinveittir nágrannar og kölluðu til föður hans, að vel mundi verða séð fyrir honum. Menn Gesslers reru nú með Vilhjálm út á vatnið, en áður en löng stund var liðin skall á hvass stormur, svo hvass, að ekki var gott að stjórna bátnum. Vilhjálmur var kunnur af siglingum um vötnin, og þvi skipaði Gessler mönnum sin- um að leysa hann og fá honum stýrisárina. Vilhjálmur þekkti vel til þarna, og i myrkrinu, sem nú var skollið á, tókst honum að stýra bátnum upp að nesi einu, sem hann þekkti vel. Þar stökk hann öllum að óvörum á land og sparkaði um lelð bátnum út á vatnið aftur. Það er af þeim í bátnum að segja, að þeir náðu landi nokkru seinna annars staðar við vatnið, og voru þeir þá blautir og kaldir orðnir og þvi litt fúsir til frekari aðgerða gegn Vilhjálmi fyrst um sinn. En á leiðinni til bæjarins höguðu örlögin því svo, að Vilhjálmur varð á vegi þeirra, og stóðst hann þá ekki mátið, en sendi flokknum eina af örvum sínum, og hæfði hún Gessler i hjartastað. Þegar það fréttist stuttu síðar, að foringi Habsborgara væri fallinn, gerðu bændur almenna uppreisn og brutu kúgara sína á bak aftur fyrir fullt og allt. Var það á nýársdag árið 1403. Sfðan hefur Vilhjálmur Tell, bogmaðurinn frækni, verið talinn með þjóðhetjum Svisslendinga. ^egar Mark Twain kom siðast til sinna fornu heimkynna, bæjarins Hanni- Þal I Missouri, sagði hann skólabörn- Unum þar þessa sögu: •>Ég ætla að segja ykkur sögu um skóladreng, sagði hann. Drengur þessi vaknaði morgun nokkurn fárveikur. Hann veinaði, svo að fólkið varð hrætt. Oðar var sent eftir lækni. Og hann kom að vörmu spori f hendingskasti inn i Þerbergið til sjúklingsins. „Hvað er að?“ spyr hann. „Mér er illt í síðunni," sagði dreng- ur. ••En I höfðinu?" „Já,“ segir hann. •■Er ekki hægri hendin á þér stirð?" „Ofurlltið." „En hvernig er hægri fóturinn?" „Hann er llka stirður." Læknirinn deplaði augunum framan i móður drengsins. Segir svo: „Jæja, drengur minn! Þú ert býsna veikur. En á mánudaginn geturðu aftur farið ( skólann. En, eftir á að hyggja, I dag er laugardagur, og ...“ „Er laugardagur í dag?“ segir dreng- urinn f gremjurómi. „Ég hélt, að það væri föstudagur." Að hálfri stundu liðinni sagðist dreng- ur vera orðinn frlskur og fór á fætur. En þá var ekki beðið með að senda hann í skólann, því að raunar var föstudagur.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.