Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 15
Um Iei5 og skothvellurinn dunaSi, brast og brakaði [ greinum runnanna bak
við myndatökumanninn, og svo kom þá geysistór nashyrningur æðandi út úr
kjarrinu. Hann hafði sofið í ró og næði í skugganum. Þetta var kvendýr, nas-
hyrna, og á hæla henni kom dálítill sonur, ekki smáfríður, en líkur ætt sinni,
þótt varla sæist votta fyrir neinum hornum á hausnum á honum — enn sem
komið var. Nashyrnan hafði heldur en ekki vaknað við vondan draum, þegar
skotið kvað við, og nú hélt hún auðvitað, að veruleg hætta væri á ferðum.
Þegar hún kom þangað, sem sólskinið féll á hana, fékk hún glýju I augun
og varð að nema staðar, stóð og starði ærið píreyg, enda gat varla heitið, að
hún væri aimennilega vöknuð. J»
En hvað sem því leið, varð heldur en ekki uppi fótur og fit I liði Smiths.
Allt i einu voru blökkumennirnir á bak og burt,- Þeir höfðu kastað frá sér byrð-
um sínum og þotið þangað, sem fáein tré stóðu á strjálingi upp úr þéttu
grasi sléttunnar. Og upp I trén forðuðu þeir sér eins hratt og þeir komust.
Myndatökumennirnir fóru að dæmi þeirra, og Smith varð að gera sér að góðu
að haga sér eins, þó að það ergði hann. Hann hafði ekki haft nema eitt skot-
hylki I rifflinum og átti ekki undir að fara að hlaða hann þarna frammi fyrir
einu skæðsta dýri veraldar.
Þegar nashyrnan hafði loks vanizt birtunni og naut augna sinna, sá hún
ekki annað en kassaskömm, sem stóð gleitt á þrem mjóum fótum.
,,Já-jæja,“ hugsaði hún með sér. „Svo það var þessi skrambi, sem rak upp
þetta öskur, sem vakti mann svona hastarlega. Sá skal fá fyrir ferðina!"
HÚn blés og hristi sig, setti svo undir sig hausinn og rann á kvikmynda-
vélina með ógnandi kokhljóði. Hún kom horninu stóra undir vélina og þeytti
henni I háaloft. Þegar hún kom niður, heyrðist brothljóð, en það var nú síður
en svo, að nashyrnunni þætti nóg að gert. Hún fnæsti vonzkulega og tróð
myndavélina undir fótum sér, og fullorðinn nashyrningur er ærið þungur, svo
það var ekki mikið eftir af vélinni, þegar nashyrnan þóttist hafa gengið frá
henni eins og vert og maklegt væri.
Loks var nashyrnan búin að svala sér. Hún blakaði eyrum og dillaði rófunni
makindalega og labbaði sig síðan inn I kjarrið, þar sem hún átti sér volgt ból
I háu grasi. Og sonurinn tritlaði á eftir henni, hreykinn af afrekum hennar.
Hann átti mömmu, sem vert var um að tala... Gamla mamma lagðist fyrir og
steinsofnaði, og það gerði sonurinn líka. En víst var um það: illt var að vera
vakin, þegar sól var í hádegisstað!
Það leið góð stund, unz myndatökumennirnir þorðu að fara ofan úr trjánum,
og blökkumennirnir komu ekki ofan á jörðina fyrr en Smith ógnaði þeim með
öllu því versta, sem yfir þá gæti komið. Svo var þá dótið tínt saman og haldið
af stað hljóðlega, en I mesta skyndi. Þeir kærðu sig ekki um það, hvort sem
þeir voru hvítir eða svartir, að bíða þess, að nashyrnan kæmi öðru sinni á
vettvang.
HUNDURINN, HANINN OG REFURINN
7
■
hvað eru
demantar
7
■
• Demantur er hreint kristallað kol-
efni. Fyrir milljónum ára hefur náttúran
við gífurlegt hitastig pressað kolefna-
frumeindirnar svo fast saman, að þær
urðu að demöntum, harðasta steinefni,
sem menn þekkja. En demantar eru
hieira en þetta. Þeir eru furðulegir stein-
ar. Blóði og tárum hefur verið úthelit
Vegna glits þeirra. Um aldaraðir hafa
Þeir aukið konum fegurð og körlum
völd.
• Demantar eru draumur, skáldskap-
ur. eilíf fegurð I líki steina. Þeir eru
stjörnur, sem sóttar hafa verið niður I
'ður jarðar, til þess að þeir mættu
Ijóma á fagurri hendi eins og stjörnurnar
Ijóma úti I himingeimnum.
• Gullsmiðir geta frætt konur um,
hvers konar demantar þeim henti bezt.
Þeir munu segja þeim, að fernt sé
Það, sem skapi verðmæti steinanna:
karat, litur, hreinleiki og slípun.
• Karat. Demantar eru vegnir I karöt-
um. í einu grammi eru fimm karöt. Stór-
lr demantar eru miklu fágætari en smá-
lr. og hvert karat í þeim er því allmiklu
ðýrara.
• Litur. Demantar eru I mörgum fögr-
um litum: brúnir, rauðir, blárauðír, jafn-
vel svartir. Til eru einnig hvítir, litlausir
ðemantar, en þeir eru mjög fágætir og
Þvi ákaflega dýrir. Þeir brjóta sólarljósið
°9 mynda við það litrófið.
• Hreinleiki. Demantur er talinn hreinn,
el ekki sjást i honum nein óhreinindi
né ágallar (,,kol“, fjaðrir“, rispur né
sprungur), þegar hann er stækkaður tíu
sinnum. Oftast eru þessir ágaliar svo
smávægilegir, að þeir eru ekki til neinna
Wa; hins vegar lækka þeir verð dem-
antsins.
• Slípun. Demantaslíparar eru mjög
mikilsverðir starfsmenn, enda ekki á
Þverju strái. Starf þeirra krefst ótrúlegr-
ar nákvæmni. Þar má engu skeika. Sér-
Þver fægiflötur steinsins verður að vera
f ákveðinni afstöðu og hárréttu hiutfalli
miðað við aðra fleti hans.
Ymsir demantar eiga sér merka sögu,
en þaer frásagnir verða ekki raktar hér
að sinni.
Hundur nokkur og hani voru orðnir
beztu kunningjar og tóku sér göngu-
ferð á hendur. Nú bar svo til eitt sinn,
að þeir voru staddir I skógi nokkrum,
er náttmyrkrið datt á, og flaug haninn
þá upp I tré og kúrði þar milli grein-
anna, en hundurinn svaf niðri við rót
trésins. Þegar nóttin var liðin og Ijóm-
aði af degi, tók haninn að gala með
hvellum og gjallandi rómi, eins og hon-
um var títt. Refur nokkur var þar I
nánd, og er hann heyrði hanann gala,
kom honum til hugar, að nú gæti hann
fengið feita krás, þar sem haninn var.
Færði hann sig þá nær, staðnæmdist
skammt frá trénu og ávarpaði hanann
þessum orðum: „Sannarlega ertu af-
bragðs fugl og öllum skepnum hinn
þarfasti. Æ, komdu nú ofan, svo að við
getum sungið saman morgunversin okk-
ar og glatt okkur í sameiningu."
„Heilla vinur!“ svaraði haninn, „viltu
þá ekki vera svo góður að ómaka þig
að rótinni undir trénu og kalla á hringj-
arann, svo að hann hringi bjöllunni?"
Refurinn för sem til var vísað, .en I
því stökk hundurinn fram og beit hann
til bana.
Þeir, sem egna snöru fyrir aðra, veið-
ast oft I henni sjélfir.
13