Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 10

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 10
Það var greinilegt, að ungfrú Jónsson var eitthvað taugaslöpp og óróleg, og hún talaði og talaði og bað Tim enn um ráð. — Fannst ungfrú Barkman, að hún ætti að fá sér annan kjól? Til dæmis væri svartur kjóll líklega góður, dökkt er alltaf virðulegt og fegrandi. En Tim var með hálfan hugann við það, sem ungfrú Jóns- son hafði sagt um mömmu, svo að hún átti bágt með að festa hugann við þetta hjal hennar. Og báðar voru á nálum um, að þeirra yrði saknað frammi f búðinni. „Ég hef aldrei haft trú á, að heppilegt sé að vera ein- lægur og hreinskilinn við viðskiptavinina; ég á ekki við, að maður eigi .að smjaðra. Ég hef alltaf litið svo á, að höfuðatriðið væri að selja, og selja sem mest af því dýr- asta. En mér hefur kannski skjátlazt. Jæja, við sjáum nú til. En gott væri að sleppa frá þessu áður en maður er rek- inn á dyr vegna elli,“ sagði ungfrú Jónsson. Þegar Tim var komin á kaf í annríkið frammi í búð- inni, mundi hún fyrst eftir því, að hún hafði ekki beðið ungfrú Jónsson um fararleyfi, og þó hafði alveg einstakt tækifæri verið lagt þarna upp í hendurnar á henni. Og nú eirði hugurinn hvergi nema hjá mömmu. Stelpurnar í hattadeildinni hnipptu hver í aðra allan daginn og kreistu kjúkur og gerðu í laumi gabb að ung- frú Jónsson. Þær híuðu og hermdu eftir henni, svo að hún sá ekki til, og reyrídu að veiða upp úr Tim. Ein þóttist vera sanngjörn og sagði: „O, mér finnst nú, að þú þurfir ekki að gera þig breiða, Stína litla, þú sem ert búin að lita lubbann á þér eld- rauðan. Allan mánuðinn sem leið varstu með platínu- Ijóst hár, en í næsta mánuði verður það víst orðið hrafn- svart. Ég held, að þú megir þakka fyrir, ef þrjú ýlustrá verða eftir á skallanum á þér, þegar þú ert komin á ald- urinn hennar ungfrú Jónsson." „Biðið þið rólegar, hver veit nema andlitin detti bráð- um af ykkur,“ skauzt út úr Tim, en í sama svip sá hún, að ungfrú Jónsson benti henni að finna sig. Ja, það var nú svona, að hún var búin að fara með nokkra kjóla inn í eitt hliðarherbergið til þess að máta þá þar. Og hana langaði til að hafa hana með í ráðum, henni fannst það öruggara. „Ég vildi bara, að ég gæti gert yður einhvern greiða fyrir þetta allt,“ sagði ungfrú Jónsson, þegar Tim var búin að hjálpa henni til að velja sér nýjan og fallegan kjól. „Eitthvað, sem yður þætti reglulega mikið varið i- Ungfrú Jónsson var eins og endurfædd og ólík sjálfr1 sér. Nú þurfti ekki mikinn kjark til að bera fram bænina- „Auðvitað getið þér fengið frí,“ sagði hún. „Við hðf' um ekki opið nema nokkrar klukkustundir á aðfangadag' inn,“ sagði hún alúðlega, og svo var það í lagi. SJÖUNDI KAFLI „Jæja, leystu nú frá skjóðunni, Timma mín,“ sag®1 Anna kvöldið sem Tim kom úr Norðurlandsferðinni °S þær sátu tvær einar í dagstofunni. Hún hafði ekki komið á járnbrautarstöðina til þess a<5 taka á móti Tim, og hún var dálítið hissa. Hún hafði fast' lega vænzt þess. En þegar hún kom heim að hliðinu, skild1 hún hvers vegna Anna kom ekki Ljósastikurnar, sero þær voru vanar að kveikja á aðeins á jólunum, glóðu tendraðar í gluggunum, og hún sá í gegnum rúðurnar, að jólatré stóð á gólfinu skreytt og Ijósum prýtt. Og indæfr jólamatur beið á borðinu. „Segðu mér nú alveg eins og er, hvernig mömmu þinn1 Iíður,“ sagði Anna kvíðin. „Hún var eiginlega ekki sjálfri sér lík, Anna mín, og það er nú varla von, eins veik og hún hefur verið. Áreiö' anlega miklu veikari en hún hefur viljað láta okkur vita- En hún var einhvern veginn miklu fallegri og indælli en áður, ég veit ekki, hvernig ég á að lýsa því, Anna. " Kannski var það silfurhvíta hárið hennar, sem olli breyt' ingunum, en það var svo sárt að sjá hana og þungb^rt að fara frá henni. Mér fannst það vera svo óendanleg3 margt, sem ég þurfti að segja henni, — láta hana finna, hve vænt mér þykir um hana, — en ég kom mér ekki a<5 því.“ „Svo-o, já, var hún orðin hvít fyrir hærum — ojæja, °8 auminginn . . ." „Ég veit það, Anna, en mamma veit ekki, að ég ved það. Magga ekki heldur, en ég sé eftir, að ég sagði henn1 það ekki, því að hún heldur, að mamma hafi feng1® þetta upp úr veikindunum. Nei, það var ungfrú Jónsson, sem sagði mér þetta, Anna. — Nei, það var ekki þannig. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.