Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1974, Page 66

Æskan - 01.02.1974, Page 66
Skrýtlur. Tumi litli hljóp í veg fyrir ungan mann, sem var að koma út frá systur hans. — Ég sá þig kyssa liana, sagði Tumi. Ungi maðurinn bað Tuma að þegja yfir þessu og rétti hon- um 10 krónur. Tumi rétti honum 5 krónur til baka og sagði: Hérna er fimm- kall. Ég tek alltaf sama gjald. Tveir drukknir menn voru á leið heim úr kaupstað. Þá sagði annar: — Mikið skin sólin glatt i kvöld. — Þetta er ekki sólin, heldur tunglið, sagði hinn með ærinni fyrirlitningu, Þegar þeir voru i óða önn að þrátta um þetta, bar að þriðja manninn. Báðu þeir hann blessaðan að skera úr, hvort það væri sólin eða tungl- ið, sem varpaði geislum sínum á þá. — Ég er hræddur um, að ég sé ekki dómbær um það, svaraði maðurinn, þvi að ég er alveg ókunnugur á þessum slóð- um. Prófessor nokkur var að ganga út úr háskólanum, þegar kvenstúdent tók eftir þvi, að eitthvað var hogið við höfuð- búnað hans. — Hatturinn yðar snýr öf- ngt, prófessor, mælti hún. — öfugt, en sú fjarstæða, og hvernig vitið þér lika i hvaða átt ég ætla? svaraði hinn lærði maður. Kalli litli, viltu ekki koma og kyssa hana frænku þína, ég skal þá gefa þér krónu. Kalli: Nei, þá vil ég miklu heldur taka lýsi hjá mömmu,, ég fæ túkall fyrir það. Litil stúlka horfir hugfangin á hörpuleikara: — Ertu að æfa þig, áður en þú ferð til himnarikis? — Pabbi, er það satt, að á safni í París sé til hauskúpa af Napóleon ungum og önnur af honum gömlum? — Nei, væni minn, Napólcon varð aldrei gamall. Skoti nokkur fékk stöðu sem vaktmaður. Hann fór umsvifa- laust til fornsala og seldi nátt- fötin sin. JOSSI BOLU Texti: Johannes Farestveit Teikn.: Solveig M. Sanden •••••••••••••••••••••••••• 1. Ekki er öll vitleysan eins, hugsar Þrándur, er hann sér, hvar Bjössi þrammar út að á með veiðistöng reidda um öxl sér. „Ertu að fara á þorskveiðar?“ kallar Þrándur glottandi. „Sjálfur getur þú verið þorskur," kaUar Bjössi á móti. — 2. „Ertu með, Þrándur?“ „Nei, ekki svona snemma, ég er ekki ennþá búinn að borða morgunverð.“ En sú svefnpurka og klukkan að ganga niu, hugsar Bjössi og heldur áfram. — 3. Þegar Þrándur kemur aftur út á hlaðið, kemur Bjössi i hendingskasti hlaupandi frá ánni. „Hvað gengur nú á?“ „Hefðir þú séð það, sem ég sá, hefðir þú hlaupið og meir en það,“ kallar Bjössi móður. — 4. Nú verður Þrándur forvitinn og hleypur á eftir Bjössá. Bjössi er kominn út á akur og er þar í óða önn að grafa upp maðk. „Hvað var það, sem þú sást? Sástu kannski bjarndýr?“ „Ég sá bara, að ég hafði gleymt beitunni 1“ anzar Bjössi glottandi. — 5. Bjössi er hinn ánægðasti yfir því, að honum skyldi takast að vekja forvitni Þrándar, sem stendur þarna hálfgramur af þvi, að Bjössa skyldi takast að fá hann til að hlaupa á eftir sér. „Hvað heldur þú að veiðist núna, svona snemma vors,“ tautar Þrándur, „en það er kannski bezt að fylgjast með þessari vitleysu — þú gætir þurft á sterkum manni að halda til þess að koma allri veiðinni heim,“ bætir hann við striðnislega. — 6. Að litilli stundu liðinni eru þeir báðir komnir að ánni, og Bjössi beitir og kastar fimlcga. „Nú skalt þú sjá, Þrándur, hvernig urriðinn bítur á, þvi að hér eru þeir i torfum." Og ekki ber á öðru, eitthvað hefur bitið á, en hvort það er nú urriði, það er annað mál.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.