Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 19

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 19
INGÓLFUR DAVÍÐSSON: Fugl, sem aldrei liggur á eggjum Ingólfur Davíðsson. I Ástralíu og á Indlandseyjum lifa sérkennilega sterkfætt hænsni, sem Tallegalla nefnast, fræg fyrir volduga hreiöurgerð. Englendingur segir svo frá: „Þegar ég kom til Port Enington, rak ég fljótt augun í marga, stóra hauga, sem hvítir menn sögðu, að innfæddir jörðuðu dána í. En innfæddir hlógu að. Nei, þetta væru hreiðurdyngjur Talle- Qallahænsnahna. Enginn hvítur maður trúði þessu þá, og eggin, sem inn- faeddir komu með til sannindamerkis, voru stærri en svo, að líklegt væri, að Tallegalla-hænsn hefðu orpið þeim. Mér þótti þetta undarlegt og fékk inn- feddan leiðsögumann með mér til að tannsaka haugana. Og Irásögn hans feyndist í alla staði rétt. Síðan hafa margir rannsakað lifnað- srhætti þessara undarlegu hænsna. Hafa haugarnir reynzt mjög misstórir og Qerðir úr ýmsu efni eftir' ástæðum. Við sjó eru þeir oft úr sandi, skeljum og hálfrotnu þangi, en sum6 staðar úr laufi °- fl. jurtakyns, sem hænsnin hafa dreg- 'ð saman. Stærstu haugarnir hafa mælzt 3—5 m á hæð og 20—50 m að um- méli, þ. e. eins og væn hús! Enda verpa fuglarnir í sama haugi ár eftir ár °9 bæta í hann efnivið árlega. Fuglarn- lr gæta þess vandlega að hafa alltaf Sv° mikið jurtakyns í haugunum, að ffam komi gerjunarhiti svo mikill, að n®gi til að unga út eggjunum. Varpið byrjar í október, en það er , vormánuður þar suður frá. Hænan gerir ^olur í topp haugsins og verpir þar í smám saman allt að 9 eggjum, sem hún skorðar upp á endann — með þann mi°a niður — hlið við hlið og fyllir siðan holurnar aftur. Eggjunum kemur hænan fyrir misdjúpt — í 20 cm til 1 m dýpi. Verpir hún einu eggi fjórða hvern dag, en hún er 3—4- vikur að verpa. Haninn heldur sig í grenndinni og lagar hauginn, ef þurfa þykir. Eggin eru breytileg að lit og svipuð efni haugsins. Ungarnir koma úr eggi inni í haugnum og brjótast síðan upp. Önnur Tallegalla-tegund gerir sér haug undir barrtré. Grefur hún fyrst dá- litla grydju og fyllir hana af laufi, berki og greinum, svo að kúfur myndast upp af. i kúfinn gerir hún eggjahólf, eys sið- an um 8 cm þykku lagi af sandi yfir allan hauginn og bíður nú eftir regni. Þegar regn hefur gegnbleytt allan hauginn, byrjar í honum gerjun og hitn- ar í jurtahlutunum. Þá er „útungunar- vólin“ tilbúin, og hænan fer að verpa. Fuglarnir byggja venjulega hauginn í júll—ágúst, en verpa ekki fyrr en í septemberlok. Ef ekki rignir á vana- tíma, bíða hænurnar bara með varpið! NAGDÝR Nagdýr eru ekki algeng heimilisdýr hér á landi, þótt þau séu það i öðrum löndum, því að ræktun þeirra er mjög fjölbreytt og skemmtileg. Búr með hvítum músum er mikið augnayndi. Þær eru ávallt síkvikar og fjörugar og hafa mikla ánægju af ýmiss konar leiktækjum, svo sem rennibraut- um og hringekjum. Fæða þeirra er korn, brauð og haframjöl og svo auðvitað hreint vatn hvern dag. Afar nauðsyn- legt er að gæta fyllsta hreinlætis við hirðingu músanna, því annars kemur mjög vond lykt af búrinu. Bæði kynin hjálpast að við haugbygg- inguna og nota bæði fætur og vængi við verkið. Fuglarnir slótta sandinn fag- urlega með vængjunum. Eggin liggja stundum á „þremur hæðum“, og er gerjunarhitinn í eggjahólfunum um 35 stig á C. Tekizt hefur að láta Tallegatla-hænsni unga út í dýragörðum. Þykir mönnum mjög gaman að horfa á þau að starfi. Er haninn sérlega duglegur við haug- gerðina, dregur saman lauf, hleður, gengur athugandi ■ kring og lagar hér og þar, en skeytir Jítt um hænuna á meðan. Síðar sækist hann þó mjög eft- ir henni. Hænan hirðir lítt um egg eða unga; það kemur meir í hlut karlfugls- ins. Hann rífur ofan af haugnum, ef of heitt verður, en ber á hann lauf í köldu veðri. Það er nóg að gera, þótt ekki liggi Tallegalla-hænsnin á eggjum sín- um. Naggrísir, oft nefndir marsvin, eru rólynd, gæf dýr, sem auðvelt er að hafa á heimili. Þau verða ca. 25—30 cm löng og geta verið mjög fjölbreyti- leg á lit. Þau drekka lítið, en þurfa samt að fá hreint vatn á hverjum degi. Fæðan er kornmatur ýmiss konar, t. d. hænsna- korn, eða fóðurkögglar, hert heilhveiti- brauð eða rúgbrauð. Einnig ýmiss kon- ar grænmeti, þó ekki blaðsalat. Gras, fíflablöð og hey er mjög gott fæði fyrir naggrísina. Hamsturinn er einnig mjög þægilegur við að eiga. Þeir vilja hafa hey í búrinu sínu til hreiðurgerðar, en að öðru leyti eru þeir fóðraðir eins og naggrísirnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.