Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 20

Æskan - 01.02.1974, Blaðsíða 20
DAKA OG DALUN g ætla að segja ykkur söguna af Daka og Dalun, en Daka er klnverskt nafn á munaðarleysingja og ævintýrið, sem þið heyrið hér á eftir, er elnmitt kin- verskt. Mamma Daka dó, þegar Daka var tveggja ára, og faðir hennar kvæntist aftur, þegar hún var þriggja ára gömul. I fyrstu var stjúpmóðirin mjög góð við Daka. Hún gættl hennar einstaklega vel og sá um, að hana skorti hvorki mat né klæði. Hún var satt að segja alveg eins við hana og hún ættl hana sjálf. En lánið er fallvalt eins og allir vita og stjúpmóðirin eignaðist telpu sem var látin heita Dalun. Um lelð og það varð, kynntist Daka þvi, hve gæfan er stopul. Stjúpmóður hennar þótti ekki lengur vænt um hana, nel, hún átti satt að segja erfitt með að umbera hana. Daka var sffellt flengd og ávituð. Dalun var aðeins kornabarn, þegar hún fann, hve mikils hún var metln og skildi, að móðir hennar réði öllu. Hún varð litill harðstjóri, sem kúgaði eldri systur sina. En eins og fólk segir, þá er sjaldan ein báran stök, og Daka misstl föður sinn, meðan hún var enn ( æsku. Þá breyttlst allt til hins verra. Nú fékk hún ekki lengur bita af dlskl systur sinnar og aflóga garma stjúpmóður sinnar. Hún fékk ekki einu sinnl að borða leifarnar. Timinn leið. Daka óx upp og varð sifellt fegurri, en Dalun varð Ijót og bólugrafln. Einu sinni átti að slá upp brúðkaupsveizlu ( næsta þorpi. Stjúpmóðirin klæddi Dalun [ veizluföt og ætlaði að fara með hana I boðið. „Má ég fara með systur mlnni?“ spurði Daka. Stjúpan varð hörkuleg á svipinn. „Uangar þig að fara? Jæja, ég hef verk handa þér að vinna fyrst. Þú færð að fara, ef þú leyslr það vel af hendi, en takist það ekki, skaltu vera kyrr heima og þegja, leiðindaskjóðan þ(n.“ Meðan hún var að þylja þetta tók hún flmm mál af sesam- fræi og sex mál af soyabaunum og blandaði þeim saman. Hún settl blönduna fyrir framan Daka og sagði: „Ef þú getur aðskilið þessi korn i dag, máttu fara f veizluna." Svo fussaði hún hæðnislega og fór. Daka lelt skelfingu lostin á fræin. Hún vissi, að hún gætl aldrei skillð þau I sundur á tlu dögum, hvað þá á einum. Hún vlssi, að hún fengi ekki að fara I boðið og fór að há- gráta. Þegar sál móður Daka heyrðl grátinn, breyttl hún sér ( kráku, tylltl sér á þakið og söng: Daka, Dakai Hættu að gráta og gráta gjörvallt fræið skaltu taka ,r I sigtl mun það sfast láta og sundrazt unz það verður kaka. Daka varð yfir sig hrifin, þegar hún heyrði söng krákunn- ar. Hún sótti sigtið og hlýddi krákunnl, og innan klukku- stundar hafðl hún aðskilið fræin. Hún þaut til stjúpu sinnar og sagðir „Ég er búin að skilja fræin að, má ég nú fara?" Stjúpmóðir hennar varð mjög undrandi. „Stelpuskömmin er vist göldrótt," hugsaði hún. En hún hafði ekki leikið slnn slðasta leik. „Hélztu, að þú ættir ekkert að gera fleira?" spurði hún harðneskjulega. „Svona auðveldlega sleppurðu ekkl." Hún rótti Daka tvær fötur. „Fylltu föturnar af vatni, og þú færð að fara,“ sagði hún. Daka hélt, að þetta yrði auðvelt. Hún bretti upp ermam- ar, tók upp föturnar og fór að næsta læk. Hún hafðl ekki hugmynd um, að föturnar voru hriplekar og allt vatnið lak smátt og smátt úr þeim. Nú var liðið fram yfir hádegl og ekkert vatn komið heim. Daka brast I grát. Móðir Daka heyrði dóttur sina gráta. Hún breytti sér aftur I kráku, settist á trjágrein og söng: Daka, Daka! Hættu að gráta og gráta góðar fötur skaltu taka, gras og mold í götin láta góða vatnið þá mun ei saka. Daka hlýddl krákunni. Hún setti gras og mold I götin á fötunum, og innan skamms gat hún fyllt þær. Þegar Daka hafði lokið þessu verkl, stökk hún til stjúp- móður sinnar og sagði: „Ég er búin að sækja vatnið, mamma. Má ég nú fara?" Stjúpmóðir hennar virti hana undrandl fyrlr sér, en var þó fljót að átta sig. „Þú átt engin föt að fara l,“ sagði hún frekjulega. „Sjáðu nú hana systur þina. Hún á nýjan jakka og bláar buxur. Hún á (saumaða skó og tandurhreina sokka. Horfðu svo á sjálfa þigl Þú ert bætt og rifin. Það myndu allir halda, að þú værir betlari." Svo snerist hún á hæli og skildi Daka eftlr. Daka fór að væla, og mamma hennar vissl, að dóttir hennar áttl bágt Hún breytti sér í kráku aftur og bjargaðl henni. Hún settist. I rjáfrið og söng: Daka, Dakal Hættu að gráta og gráta gullnu fötin skaltu taka allt er það und’ tágarót af stað nú skaltu heldur skjót. Daka varð svo hrlfln, að hún dansaði af gleði. Hún sóttl skóflu og gróf undlr næsta tré, og naumast hafðl hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.