Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1974, Page 28

Æskan - 01.02.1974, Page 28
Geithafurinn og hrúturinn Það voru einu sinni geithafur og hrútur, sem gengu saman. Þeir voru með poka, sem þeir báru til skiptis. I pokanum var höfuð af úlfi, sem þeir höfðu fundið úti í skógi. Þeir sögðu, að það væri gott að hafa það með sór. Þeir gengu lengi, lengi, og um kvöldið sáu þeir eld loga. — Við skulum fara þangað og vera þar [ nótt, þá éta úlfarnir okkur ekki, sagði hrúturinn. En þegar þeir komu að bálinu, voru þar reyndar úlfar, sem voru að borða kvöldmatinn sinn. — Gott kvöld, hafur og hrútur. Kom- ið hingað og smakkið á grautnum okk- ar, borðið af honum fylli ykkar, svo skulum við éta ykkur á eftir, sögðu úlfarnir. Hafur og hrútur urðu mjög hræddir, eins og vonlegt var, og geithafurinn braut heilann um, hvernig þeir ættu að komast úr þessari klípu. — Þakka ykkur kærlega fyrir, en við höfum nestl með okkur sjálfir, sagði hann. — Heyrðu, félagi, komdu hingað með úlfshöfuðið, sem þú ert með I pokanum. — Nei, nei, komdu með stærra höfuðið, sagði hafurinn. Hrúturinn lét þá höfuðið niður í pok- ann aftur og tók svo sama höfuðið upp úr aftur. — Nei, ekki þetta, sagði geithafur- inn, — ég vil fá stærsta höfuðið. Ætli pokinn sé fullur af úlfshöfðum? hugsuðu úlfarnir. Það er ekki skemmtilegt. Við skulum fara héðan. — Eldurinn er að deyja, sagði einn þeirra, — ég ætla að fara og sækja meira eldsneyti. Svo fór hann og kom ekki aftur. — Hvað er þetta? sagði annar úlfur- inn. — Bróðir minn fór að sækja eldi- við, en kemur ekki aftur. Ég ætla að fara að hjálpa honum. Því næst hvarf hann á braut og kom ekkl aftur. Þriðji úlfurinn sat og hugs- aði nokkra stund. Loks sagði hann: — Ég skil ekkert í, hvað hinir úlf- arnir eru að gera, það er bezt ég fari og hjálpi þeim. Svo fór hann og kom ekki aftur. Hafurinn og hrúturinn urðu mjög glaðir. Þeir átu nú allan grautinn, síðan héldu þeir leiðar sinnar, saddir og ánægðir. Þegar úlfarnir hittust aftur, sögðu þeir hver við annan: — Hvers vegna vorum við hræddir við hrútinn og geithafurinn? Þeir eru þó alls ekki sterkari en við. Nú skuium við fara á sama stað aftur og éta þá. Þegar þeir komu aftur að eldstæð- nu, var eldurinn slokknaður og pottur- inu, var eldurinn slokknaður og pottur- Úlfarnir þutu af stað. Þegar hrúturinn og hafurinn heyrðu, að úlfarnir voru að koma aftur, klifruðu þeir upp í tré, geithafurinn á undan en hrúturinn á eftir. Stærsti úlfurinn lagð- ist undir tréð, nísti fönnum og beið eft- ir að hafur og hrútur dyttu niður úr trénu. Og vesalings hrúturinn skalf svo og nötraði af hræðslu, að hann datt beint á höfuðið á stærsta úlfinum. Þá hrópaði geithafurinn úr trónu: — Þetta var ágætt, svona á það að vera. Ráðast fyrst á þann stærsta. Þegar úlfurinn heyrði, hvað hafurinn kallaði, varð hann svo hræddur, að hann þaut af stað, og hinir fylgdu á eftir. Síðan hefur enginn úlfanna vogað sér að ráðast á hrútinn og geithafurinn. Sólskin. sem fyrsti skipastiginn var opnaður. Hann var með átta hólfum og gat að- eins tekið lítil skip. En þar með var Gautaáin eða Gautelfur orðið skip- „ geng alla leið. Þeir Óskar og Þormar skoðuðu þennan gamla skipastiga’, sem nú er löngu aflagður. Þeir undruðust smæð liólfanna í samanburði við þann skipa- stiga, sem nú er í notkun. Mitt á milli elzta og nýjasta skipastigans er sá þriðji. Ekki var leiðsögumanni þeirra fullkomlega ljóst, hvenær hann var tekinn í notkun, en sennilega hefur það verið einhvern tíma á öld- inni sem leið. Þarna við skipastigann var mikið um ferðafólk, enda er þetta vinsæll viðkomustaður. Hvorttveggja er, að skipastigar eru ekki algeng fyrirbæri og ennfremur hitt, að jiarna við Troll- háttan et mikil náttúrufegurð. Þenn- an dag mátti segja að umhverfið skart- aði sínu fegursta. Grænn skógurinn speglaðist í breiðu Akersvatninu, sem myndast ofan við skipastigana, og falleg og vel máluð hús stóðu á víð og dreif innan um skóginn. Þeir fóru og keyptu sér rjómaís, og jseim Þor- mari og Óskari fannst gott og sval- andi að fá ísinn. Hitinn var um 30 stig. Hinn ágæti sænski leiðsögumaður, sem [jeir hittu og sem verið hafði svo vingjarnlegur að segja jjeim allt mögu- legt um Trollháttan, kvaddi þá nú með virktum, enda var fólkið komið, sem hann beið eftir. Við aðra hlið skipastigans er stjórn- húsið. Þetta var svipað stjórnpalli á skipi, og jsar voru mennirnir, sem stjórna umferð um skipastigann. Þeir stjórna því, hvernig vatni er hleypt í eða dælt úr hólfunum, og ennfrem- ur opna jDeir þessi stóru hlið skipa' stigans með sjálfvirkum búnaði. Þeda er annað en í gamla daga, jiegar fyrstl skipastiginn var tekinn í notkun. ^ var handaflið notað til Jjess að opn3 og loka hliðunum. Þau voru enda rniklu smærri í sniðum en Jiau, sen1 nú eru í notkun. Þeir óku sem leið lá í bæinn eft*r að hafa skoðað skipastigann. Allt var með kyrrum kjörum, enda hclgidagl,r- Jónsmessan er mikil hátíð í Svíjjjn^’ og Svíar fagna miðsumrinu svo saní1' arlega af lieilum luig. Ferðafélagarnd óku í gegnum bæinn og upp á útivist' arsvæði. Þetta er skógur, sem stendnf fram við ána, og J)ar ^oru tjöld °S húsvagnar á víð og dreif. Margt var þar í útilegu. Sumir höfðu sed upp svokölluð útigrill, en aðrir og sleiktu sólina. Framh■ 26

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.