Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1978, Blaðsíða 22

Æskan - 01.07.1978, Blaðsíða 22
 Cg ætla að trúa ykkur fyrir leyndarmáli. Ég hef ætíð verið hræðilega huglaus. Fáir eða engir aðrir en ég hafa vitað þetta, því að ég hef reynt að fara eins vel með það og ég hef getað. Með alls konar brögðum hef ég skýlt ragmennsku minni. Það hefur aldrei staðið á mér að taka vel undir alls konar ráða- gerðir félaga minna, grobba yfir ýmsu og þykjast vera til í allt það versta. En enginn veit hve oft mér hefur runnið kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar félagar mínir hafa leikir ýmiss konar brellibrögð, án þess að hugsa hið minnsta um áhættu eða af- leiðingar. Oft hef ég grátið yfir ragmennsku Heíöull eða hetjja? Smásaga eftir AXEL BRÆMER minni og stöðugt hef ég verið á glóð- um um að einhver kvæði upp úr um hugleysi mitt. Ég hef Ifka oft reynt að sigrast á þessum ræfilsskap mínum, en allt hefur það verið árangurslaus barátta, þangað til í gær. En í gær kom tækifærið. Óvenjulegt tækifæri. En því megið þið trúa, að þá átti ég bágt. En nú ætla ég að segja ykkur frá því, sem fyrir kom. Ég heiti Páll og pabbi minn er bóndi. Ég geng í skóla til þorpsins. Skammt frá skólanum stendur gömul og hrörleg hlaða, sem ekki er lengur notuð. Eigandi hennar vann í happ- drættinu fyrir nokkrum árum, reif niður bæinn sinn og flutti hann nær' þjóðveginum. En af einhverjum ástæðum lét hann hlöðuna standa. Og auðvitað hertókum við strákarnir hlöðuna. Hún er eins konar leikja- borg okkar. Þar höfum við nú háð margar tvísýnar orustur. Og inni í henni og umhverfis hana hefur oft verið ægilega gaman. Upp í hlöðu- gatið að utanverðu liggur gamall stigi. En uppi á loftinu höfðum við safnað saman hálmi. Þar liggjum við oft og látum fara vel um okkur — höfum það svo einstaklega þægilegt. Við skjótumst þangað oft og iðulega eftir skólatíma eða seint á kvöldin. En svo var það í gær. Ég var a koma úr skólanum og sá hóp 3 félögum mínum standa í þyrpingu utan um Jens frá Sogni. En Jens *r^ Sogni var jafnan frakkastur °9 örastur þegar um brellur °9 prakkarastrik var að ræða. Hann var mesti grallarinn af okkur öllum. Ég sa strax á þeim, að þeir voru með eiH' hvað sérstakt á prjónunum núna. Sv0 ég stökk af baki, til þess að kynna mér málavöxtu. — Þeir höfðu náS 1 stóran kassa af sígarettum, °9 nU áttum við allir að fara upp á hlöðul0** og reykja. En ég þurfti auðvitað að flýta n1^r heim — kannski var það satt. é° aðalástæðan fyrir því að ég vildi ekk' vera með þeim, var þetta gamla " hugleysi mitt. Ég óttaðist afleiðing arnar, ef það kæmist upp að ég hei reykt. Pabbi og mamma höfðu a sjálfsögðu bannað mér að reykj3’ sagt að það væri skaðlegt og að Þa gæti orðið mér dýrt gaman. — Og 11 þess að félögum mínum gæfist ek tími til að stríða mér — kalla mi9 bleyðu og öðrum slíkum leiðinda nöfnum — laumaðist ég burt geystist af stað heimleiðis. Þegar ég hafði lokið við að borða' var ég samt ekki í rónni lengur- Mi9 langaði að vita hvernig það gengi{l þarna í hlöðunni. Þegar ég nálgað' hlöðuna og hafði lagt frá mér nlinn gamla vin, hjólhestinn, heyrði ég 3,111 einu óm af háværu samtali, ógrein legu og ruglingslegu. Þetta voru Þe félagar mínir í hlöðunni. í fyrstu he ég að þeir væru komnir í hár saman' En svo var ekki. Það var annað °9 meira, sem var að ske. „Slökktu, slökktu, aullnn,“ kalia einn. , „ „Hjálp, hjálp, það er kviknað skrækti annar. „Hlaðan brennub „Það varst þú, sem fleygðir síga rettustubbnum," æpti sá þriðji- 0$ svo hrópuðu þeir hver í kapp við aðraj „Niður með ykkur.“ „Flýtið ykkur; „Við brennum inni.“ Og í sama h'1 birtust tveir, þrír í hlöðugatinu °9 hlupu í tryllingslegu ofboði nið°r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.