Æskan - 01.07.1978, Blaðsíða 49
Það er ekki hægt að tilgreina ná-
kvæmlega heimkynni ís-
bjarnarins, því hann getur verið á
ferli víðsvegar með rekís eða á
sundi um íshafið. Hér eru hins
vegar merkt þau strandsvæði þar
sem hans verður helst vart — eða
hann hefur komið öðru hverju.
holu í snjóinn þar sem það
elur unga sína og gætir þeirra
síðan með mikilli umhyggju
og aflar þeim fæðu. Ungarnir
fylgja svo móðurinni þar til
þeir eru nær fullvaxnir og hún
ver þá af ýtrasta megni fyrir
öllum hættum.
Frá fyrri tímum eru til ýmsar
frásagnir af heimskautaförum
sem hafa lent í árekstrum við
ísbirni og hve þeir hafi verið
áræðnir og grimmir. Síðari
tíma heimskautafarar eru ekki
sömu skoðunar og telja ís-
björninn ekki hættulegan þó
að menn séu vopnlausir, það
sé nóg að hrópa hátt að
honum með alls konar
handapati, þá leggi hann á
flótta. Hins vegar má maður
ekki sjálfur flýja undan honum
því að þá kemur hann strax á
eftir. Á hinn bóginn veldur ís-
björninn oft tjóni á birgða-
stöðvum íshaf. ?ara, hann
brýtur niður kofa þeirra,
kassa, tunnur og hvað sem
fyrir er og étur allt sem tönn á
festir, hvortsem er matarkyns
eða fatnaður.
Það leiðir af sjálfu sér
vegna heimkynna ísbjarnar-
ins að hann þolir mjög mikinn
kulda, en svo undarlegt sem
það mætti virðast þolir hann
einnig ágætlega mikinn
sólarhita. Menn hafa veitt því
athygli í dýragörðum að ís-
björninn getur verið hinn
sprækasti í steikjandi sólar-
hita, þegar dýr eins og tígris-
dýr og hlébarðar geta varla af
sér borið eða hreyft sig. En
þessi hæfileiki er honum
einnig eðlislægur frá um-
hverfinu sem hann lifir í, því
aö raunverulega er mjög
mikill hiti á norðurheim-
skautssvæðinu um hásumar-
tímann.
borið of mikið af saltpétri á blett-
inn.
ÆSKlIH
U - »i ‘l
iT'í'mr ~i'l
HVAR LIFA DÝRIN?
OTURINN
anda og finnur sér nýjar til að
auka veiðisvæðið.
í norðanverðu Kyrrahafi lifir
sæoturinn, sem getur orðið
allt að 1,5 m að lengd og
30—40 kg að þyngd. Þessi
dýr — sem var nærri búið
að útrýma — eru mjög um-
hyggjusöm við afkvæmi sín
og leggja sig hiklaust í lífs-
hættu við að vernda unga
sína, og ef þeir eru frá þeim
teknir kveina þau átakanlega
og horast niður á skömmum
tíma af hryggð.
Oturinn heldur sig nær ein-
göngu í ám og vötnum, svo að
segja um alla jörðina nema á
heimskautasvæðunum og
í Ástralíu. Hann yfirgefur
vatnið varla ótilneyddur og er
mjög klaufalegur í hreyfingum
á landi vegna þess að fætur
hans eru mjög stuttir. Hann
lifir bæði í fersku vatni og
söltu þar sem fæða hans er
eingöngu fiskur. Þó að sjór
eða vatn sé frosið hindrar það
ekki oturinn við veiðar. Hann
leitar sér að vökum þar sem
hann kemur upp til þess að
ko ao 1^0
Oturinn þekkist svo að segja um
aila jörðina, nema á norðurheim-
skautssvæðum og í Ástralíu.
BJÖRNINN
Björninn þekkist enn í há-
fjallasvæðum Evrópu eins og