Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1978, Blaðsíða 16

Æskan - 01.07.1978, Blaðsíða 16
,:-v' i ODDAKIRKJA kj -SÆ Að þessu sinni birtir Æskan mynd af kirkjunni í Odda á Rangárvöllum. í kirkjusögu íslands er Oddi einn hinn merkasti staður fyrir utan biskupssetrin í Skálholti og Hólum. Og þegar Oddi er nefndur koma strax í hug tveir menn, sem þar voru prestar. Það eru þeir Sæmundur fróöi og Matthías Jochumsson. Um Sæmund getur þú lært í íslandssög- unni og skemmtilegu sögurnar um hann eru margar í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Matthías var prestur í Odda árin 1881 — 87. Hann byggði kirkju þá, sem nú stendur í Odda. Þegar verið var að byggja kirkjuna, vantaði máttartré í turninn. Reið sr. Matthías þá niður í Landeyjar til að útvega efnivið, en fékk eigi. Á heimleiðinni frétti hann, að 26 álna langt og hálfrar álnar svert tré væri rekið á fjöru Oddakirkju á Landeyjarsandi. Svona var verndar dýrlingur Oddakirkju, heilagur Nikulás, hugulsamur vl þennan helgidóm sinn. Það má skrifa langt mál um Oddastað og þá, sem Paf hafa setið og skapað sögu hans. En svona í lokin er g° og hollt að rifja upp eitthvað úr hinum mikla sálmakve skap Matthíasar, t. d. upphafið á þessum barnasáimi- 0 Ijóssins faðir, lof sér þér, að líf og heilsu gafstu mér og föður minn og móður. Nú sest ég upp því sólin skín þú sendir Ijós þitt inn til mín. Ó, hvað þú Guð ert góður. G.B. Börnin í forskólanum eru kátir krakkar. Þau hafa gífurlega nauðsyn fyrir tengsl við umheiminn. Börn, sem taka frjálslega í höndina á ókunnugum og vilja ekki sleppa. Börn, sem fara út og róla sér í frímínútum. Sem rata sjálf á snagann sinn. Sem borðasjálf matinn, sem þau sjá ekki, og opna sjálf mjólkurhyrnuna og hella í glasið sitt. Viku eftir fyrsta skóladag voru börnin orðin kunnug staðnum, sem hafði svo mikla þýðingu fyrir hversdags- legt líf þeirra. Sem stendur læra þau að vera í hóp saman og vinna saman. Það getur reynst erfitt. Þau læra að þjálfa ,,skilningarvitin“ eins og þaó að skilja, hvað er kringlótt, eða þríhyrnt, eða ferhyrnt — eða einhver önnur stærð- fræðileg mynd. Þau eru líka í ,,skoðunarkennslu“ og heimsækja þá m. a. dýrasafnið, sem á eru uppstoppuð dýr. Þau fara í leikfimi, tónlistartíma og söng, og næsta ár byrja þau í fyrsta bekk í blindraskólanum. Þau læra að skrifa og lesa blindraletur og hegða sér í einum af mörgum minni- hlutahópum þjóðfélagsins. Þau læra æ betur, hvernig heimurinn er í raun og veru. Þau kynnast öllu því, sem þau geta snert — en allt annað verða þau að fá aðra tit að segja sér. Hvernig er að vera blindur? Því getur enginn svarað. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.