Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1978, Blaðsíða 36

Æskan - 01.07.1978, Blaðsíða 36
Madras • Mysore • Tíincomale Ceylon W eylon er eyja í Indlandshafi, að- skilin frá suðurodda Vestur-lndlands af mjóu sundi, er nefnist Palk-sund. Eyjan er rúmlega 60000 ferkm að flatarmáli og liggur frá norðri til suð- urs. Hún er rúmlega 400 km löng og mesta breidd er 220 km og liggur á milli 5. og 10. gráðu norðurbreiddar svo að þar er fremur rakt hitabeltis- loftslag. Suðurhluti eyjarinnar er há- lendur og hæsti tindurinn nefnist Pedurutalagata. Lengsta áin nefnist Mahaveli-ganga og er nálægt 330 km að lengd. Allmörg stöðuvötn eru á Ceylon og sum allstór. Fólksfjöldi nemur nú 12 milljónum manna. Þar af eru um 70% Sinhalesar og um 22% Tamilar ásamt nokkrum mikið smærri þjóðernum. Langflestir eru Búddatrúar, en einnig eru all- margir Hindúatrúar, Múhameðstrúar °g kristinnar trúar. Aðalatvinna er jarðyrkja og mest uppsker fólkið af hrísgrjónum, te, gúmmíi, kókos- hnetum, kanil, tóbaki og kakó. All- miklar fiskveiðar eru einnig stundaðar í stöðuvötnunum og við strendurnar. Iðnaður er lítill en vaxandi. Or jörðu er unnið allmikið af grafít, en einnig BENGAL BA Y CA > COLOMBOÍ finnst nokkuð af dýrum steinum, svo sem rúbínsteinar, safírar, mána- steinar, tópasar og berylar. En helmingur íbúanna hefur þó framfæri sitt af jarðyrkju, enda er landið vel til slíks fallið. Helstu útflutningsvörur eru te, gúmmí, kakó, kanill, grafít og ýmsar kryddjurtir. Helstu innflutningsvörur eru sykur, vefnaðarvörur og hveiti. Helstu viðskiptalöndin eru Kína, Ind- land, Ástralía og breska samveldið en te er selt víðsvegar um heim. Gjaldmiðillinn nefnist rupee. Landið varð hluti af breska samveld- inu árið 1948. Aðaltungumálið nefnist Sinhala, en Tamil-mál og enska eru einnig mikið notuð. Kennsla er veitt ókeypis upp að háskólastigi og fer fram á Sinhala-máli. Árið 1966 voru í landinu 9434 skólar með 100500 C EY LO M kennurum, en um 40% þeirra voru réttindalausir. Þrír háskólar eru í landinu, sá elsti var stofnaður árið 1942 en hinir báðir árið 1959. Árið 1967 voru 16 dagblöð gefin út I landinu og seldust í rúmlega 500000 eintökum. Einnig voru þá gefin út um 20 vikublöð og seldust í rúmleð3 800000 eintökum. Þjóðhátíðardagur er 4. febrúar. í fána þeirra ber mest á gulu Kandy-ljóni á rauðum grunni- Jaðar fánans er gulur og tvaer lóð- réttar rendur eru í grennd við stöng- ina, önnur græn en hin appelsínug^ Fyrir meira en 2000 árum komu Ceylonbúar upp fullkomnu áveitukerf á þurrasta hluta eyjarinnar og komst þar velferðarríki á legg. En ve!- ferðin leiddi til vanhirðu og landið féH1 órækt. Nú eru Ceylonbúar að endur' reisa áveitukerfin og rækta land|ð upp aftur, til að mæta auknum mann- fjölda og líka til að draga úr innflut11' ingi á matvælum. Höfuðborg landsins heitir Colombo. Hún er á vesturströndinn1 og er þýðingarmikil hafnarborg með 550000 íbúum og er í næsta nágrer,nl við best ræktuðu hluta eyjarinnar- Nokkrar verksmiðjur eru þar einnig en iðnaður annars ekki verulegur. Heist' hluti borgarinnar nefnist Virkið og er 1 grennd við höfnina. Þar var eitt sinn allstórt víggirt svæði en víggirðing'11 var jöfnuð viðjörðu árið 1869. ÞarerU nú helstu hótelin og stjórnarbygg'11^ arnar. Á myndunum sjáum við kort aí Ceylon, tetínslu, þjóðbúninga og turf1 í Virkinu. Hann er bæði klukkuturn o9 viti. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.