Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1978, Blaðsíða 20

Æskan - 01.07.1978, Blaðsíða 20
“ AÐ HAFÐI lengi verið hallæri mikið í landinu, þar sem Bessi átti heima, og honum gekk mjög erfiðlega að afla matar handa fjölskyldu sinni. Dag nokkurn, er hann horfði örvænt- ingaraugum á haf út, sá hann að upp kom skammt frá landi ey ein lítil, sem á var stórt og mikið pálmatré. Hann ákvað að reyna með einhverjum ráðum að komast út í ey þessa og klifra upp í pálmann, ef vera skyldi, að hann fyndi hnetur, er satt gætu sárasta hungrið. En ekki vissi hann, hvernig hann mætti komast þangað. Er Bessi kom niður í fjöruna, sá hann þar bátkríli, sem hann ákvað að reyna. Gekk feröalagið illa fyrst í stað, í sex skipti skoluðu öldurnar bátnum KOLBJÖRN OG BESSI til baka upp á ströndina, en Bessi var þrautseigur og gafst ekki upp. í sjö- unda sinn gekk betur, og komst hann nú loks út í eyna. Batt hann bátinn við trjástofninn og kleif að því búnu upp pálmann. Tíndi hann margar hnetur og lét þær falla niður, ætlaði að hitta bátinn, en ekki tókst betur til en svo, að hver einasta hneta fell í sjóinn og sökk. Bessi miðaði síðustu hnetunni mjög vandlega, en allt kom fyrir ekki, hún lenti líka utanborðs. Hann hafði á engri bragðað, og nú varð hann svo örvæntingarfullur, að hann kastaði sér í sjóinn líka, því að hann gat ekki hugsað sér að fara tómhentur heim. Bessi varð ekki lítið undrandi, er hann, í stað þess að drukkna, stóð allt í einu á sjávarbotni og sá þar skammt frá sér lítið snoturt hús. Kom gamall maður út úr húsi þessu og spuröi, hvers hann þarfnaðist svo mjög, að hann kæmi alla leið til kofa Kolbjarnar til þess aö leita þess. Bessi sagði sínar farir ekki sléttar, og hlýddi Kolbjörn með samúð á mál hans. Fór hann síðan inn í kofa og sótti pott einn fagran og gaf Bessa; kvað Kolbjörn hann aldrei mundu þurfa að svelta framar, því að potturinn myndi sjá fyrir því. Var Bessi þakklátur mjög og kvaddi gamla manninn með virktum. Ekki var Bessi fyrr kominn upp í bátinn aftur, en hann vildi reyna pott- inn. Sagói hann því: „Sjóddu, pottur, saðning dýra.“ Komu þá á auga- bragði alls kyns kræsingar, og saddi Bessi hungur sitt og var hinn glaðasti. Er hann kom í land, varð honum fyrst að hugsa um að hlaupa heim með pottinn og gefa fjölskyldunni ríkulega máltíö, en svo varð sjálfs- elskan öllu sterkari. „Hvernig færi nú," hugsaði hann, „ef ég sóaði öllum töfrum pottsins á aðra og hefði ekkert eftir sjálfur! Nei, þá er betra, að þetta sé leyndarmál, því að þá get ég alltaf fengiö mér að borða, þegar eg kæri mig um.“ — Hann fór því og faldi pottinn. Þegar hann kom heim, lést hann vera þreyttur mjög og soltinn. Ekkert matarkyns var til á heimilinu, kona hans og börn báru sig illa af sulti, e’1 Bessi lét sér það í léttu rúmi ligðl^ Hann var sjálfur ánægður, því a hann vissi um töfrapottinn, sem hann var búinn að fela á herbergi sínu. E«ir þetta fór hann einförum dagleg3' hvert sinn og maginn kallaði á krseS börn ingar, og varð hann nú sællegn degi hverjum, en kona hans og vesluðust upp. Það fór aó þykja grunsamlegt, Geirfinnur, elsti sonur Bessa, ákva að komast að hinu sanna. Hapn breytti sér í flugu og fylgdi fö®ur sínum um allt. Er Bessi var svangur orðinn, fór hann inn í herbergi sitt °9 læsti dyrunum. Þreif hann nu frano pottinn og tók til matar síns, en Þv' næst faldi hann pottinn og fór út, 'e ætla að leita matar. Um leiö og Bessi var kominn ur augsýn, tók sonur hans pottinn °9 kallaði á fólkið. Var nú sest að snaeö ingi og borðað mikið. Er allir v°rU mettir, sagði húsfreyja, að nú sky hún fara með pottinn niður í þorp gefa hverjum máltíð, sem hafa v' það væri rétt mátulegt á bónda sinn Gerði hún svo, en nú varð matar 1 Q
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.