Æskan - 01.07.1978, Blaðsíða 45
41
Hunangs-fluga.
Sveinn litli var úti að tína
^óna. Hann sá stóra flugu
Sltja á miðju blóminu. ,,Hvað ertu að gera
þarnar“ spurði Sveinn. ,,Eg er bráðum búin
að sjúga mig fulla af hunangi,“ suðaði hún.
»Svo flýg ég með það heirn. Við búum þús-
Und (1000 ) saman í stóru húsi hérna uppi á
hólnum. í húsinu okkar eru mörg herbergi
/
llr vaxi, sem við höfum sjálfar byggt. Þar
8eymum við hunangið, sem við sjúgum úr
^óniunum. En oft taka mennirnir frá okkur
b«ði hunang og vax í kökur og kerti. Við
§erum því mikið gagn.“
42
Sól og tungl.
Geir og Gunna eru systk-
in. Gunna er 7 ára, en Geir
5 ára. Þau vita, að jörðin er hnöttur, sem
gengur kringum sólina. Einu sinni fóru þau
að þræta um það, hvort væri stærra, sólin eða
tunglið. Geir sagði, að tunglið væri stærra,
en Gunna sagði, að sólin væri stærri. „Við
skulum spyrja mömmu um þetta,“ sagði
Gunna. Síðan hlaupu þau inn til mömmu
sinnar til þess að vita, hvað hún segði um
þetta. Mamma sagði þeim, að sólin væri
miklu stærri, en hún sýndist ekki stærri, af
því að hún væri miklu lengra í burtu.
1. Hvað sá Sveinn á blóminu -
2. Hvað var hún að gera?
3. Hvaða gagn gerir hún mönnum?
1. Hve skyld voru þau Geir og Gunna?
2. Um hvað voru þau að þrátta?
3. Hvað sagði mamma?
Gaggandi önd.
. t-itli bróðir verður hrifinn af þessari
°nd. sem meira að segja getur sagt
"raPp-rapp" eða eitthvað í þá átt.
Taktu krossstrikaðan pappír og
e|knaðu myndina á hann stækkaða,
9erðu hana síðan á krossvið (með
kaiki
tali,
erpappír) og málaðu hana með
e9um litum. Ef þú málar hana með
vatnslitum verður þú að bera fernis-
lakk á hana á eftir.
Nefið er úr tveimur spýtum, sem
tálgaðar eru úr þykkara tré en öndin
sjálf. Neðri hluti nefsins er festur með
tveimur smánöglum eða límdur á. Efri
hlutinn á að geta hreyfst þegar maður
hristir öndina, og er festur með einum
nagla.