Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1980, Side 49

Æskan - 01.01.1980, Side 49
NÝSTÁRLEGUR FÓTBOLTALEIKUR Þegar veturinn er kominn og við höfum lagt fótboltann okkar til hliðar, höldum við okkur í æfingu með því móti að iðka fótbolta á stofuborðinu! Á meðfylgjandi mynd sjáum við, hvar bæði liðin eru reiðubúin til þess að keppa. Við útbúum tuttugu og tvo fótbolta- kappa eins og þá sem sjá má á myndinni. Með því móti að hafa liðin máluð í tveimur litum, er hægt að ná fram skemmtilegri eftirmynd af raun- verulegu kappliði. 1,2, 3 og 4 sýna, hvernig keppend- ur eru búnir til. Og þeir eru úr tré. Kaupið sívalt prik 1" á þykkt, og þá er það nauðsynlegasta fengið. Leik- mennirnir eiga að vera um það bil 2 cm þykkir og 6,5 cm langir. Hætt er reyndar við þvf, að þeir verði nokkuð stirðir í fótunum, en til þess að bæta úr þeim annmarka, útbúum við þá með fjöður, sem þeir geta sparkað boltanum með. Mynd 1 sýnir, hvernig beygð er fjöður, sem er 1 mm á þykkt, úrstálþræðl. Þegarfjöðrin hefurverið beygð elns og sýnt er á mynd 2, þarf að koma henni fyrir í leikpeðinu. Raufin undir þessa fjöður má ekki vera nema örlítið víðari en fjöðrin er þykk. Þú stingur lengrl enda fjaðrar- innar í raufina og kemur henni var- lega fyrir á þann hátt sem myndin sýnir. 5 og 6 skýrir á hvern hátt þetta er gert. Styðjirðu þumalfingrinum á höfuð leikmannsins og dregur jafnframt fjöðrina aftur, með vísifingri, geturðu eftir svolitla æfingu fengið leikmann- inn til að sparka forkunnar vel. Boltann gerirðu úr korki — á að giska 2 cm í þvermál. Notaðu til þess rakblað, en gættu þess að skera þig ekki. Pússaðu síðan á eftir með sandpappír. Fótboltavöllurinn getur verið stórt borð eða gólfið. Við leggjum á það þykkan, gráan pappír, t. d. umbúða- pappír — minnst 2 m langan og 1,5 m breiðan — og teiknum með reglu- striku 6—7 cm breiða fleti á allan pappírinn. Á þessa reiti seturðu síðan tilheyrandi miðlínu og vítateiga. Mörkin útbýrðu með járnvír og fín- gerðu neti. LEIKURINN SJÁLFUR Ef þú kannt ekki venjulegar fót- boltareglur, geturðu auðveldlega lært þær af einhverjum kunningja þínum eða íþróttablaði. Annars er hverjum frjálst að nota þá leikaðferð, sem hann og kunningjar hans eru vanast- ir. Það eru ellefu menn í hvorum hópi. Röðun leikmannanna geturðu séó á myndinni. Boltinn er settur rétt fyrir innan miðlínuna þeim megin, sem vinningurinn hefur komið upp, þegar kastað var upp um þaö, hvor skyldi byrja leikinn. Þegar boltanum hefur verið sparkað í fyrsta skipti, er hvor um sig frjáls í því, hvernig hann leikur mönnum sínum. En best er, að hvor um sig hafi ekki fleiri en þrjá á hreyf- ingu í einu og báðir aðilar skiptist jafnt á að sparka. Einnig er rétt að tak- marka það svæði, sem hver leikmað- ur má fara í senn, t. d. um fjóra reiti, hvort heldur er til hliðar eða beint fram. Vinni svo hvor, sem best getur. MINNSTI ASNII HEIMI Enskur náungi í Bristol á þennan asna, sem er tallnn minnsti asni í heimi. Hann er aðeins hálft þriðja fet á hæð og er í miklu uppáhaldi hjá börnunum.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.