Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 49

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 49
NÝSTÁRLEGUR FÓTBOLTALEIKUR Þegar veturinn er kominn og við höfum lagt fótboltann okkar til hliðar, höldum við okkur í æfingu með því móti að iðka fótbolta á stofuborðinu! Á meðfylgjandi mynd sjáum við, hvar bæði liðin eru reiðubúin til þess að keppa. Við útbúum tuttugu og tvo fótbolta- kappa eins og þá sem sjá má á myndinni. Með því móti að hafa liðin máluð í tveimur litum, er hægt að ná fram skemmtilegri eftirmynd af raun- verulegu kappliði. 1,2, 3 og 4 sýna, hvernig keppend- ur eru búnir til. Og þeir eru úr tré. Kaupið sívalt prik 1" á þykkt, og þá er það nauðsynlegasta fengið. Leik- mennirnir eiga að vera um það bil 2 cm þykkir og 6,5 cm langir. Hætt er reyndar við þvf, að þeir verði nokkuð stirðir í fótunum, en til þess að bæta úr þeim annmarka, útbúum við þá með fjöður, sem þeir geta sparkað boltanum með. Mynd 1 sýnir, hvernig beygð er fjöður, sem er 1 mm á þykkt, úrstálþræðl. Þegarfjöðrin hefurverið beygð elns og sýnt er á mynd 2, þarf að koma henni fyrir í leikpeðinu. Raufin undir þessa fjöður má ekki vera nema örlítið víðari en fjöðrin er þykk. Þú stingur lengrl enda fjaðrar- innar í raufina og kemur henni var- lega fyrir á þann hátt sem myndin sýnir. 5 og 6 skýrir á hvern hátt þetta er gert. Styðjirðu þumalfingrinum á höfuð leikmannsins og dregur jafnframt fjöðrina aftur, með vísifingri, geturðu eftir svolitla æfingu fengið leikmann- inn til að sparka forkunnar vel. Boltann gerirðu úr korki — á að giska 2 cm í þvermál. Notaðu til þess rakblað, en gættu þess að skera þig ekki. Pússaðu síðan á eftir með sandpappír. Fótboltavöllurinn getur verið stórt borð eða gólfið. Við leggjum á það þykkan, gráan pappír, t. d. umbúða- pappír — minnst 2 m langan og 1,5 m breiðan — og teiknum með reglu- striku 6—7 cm breiða fleti á allan pappírinn. Á þessa reiti seturðu síðan tilheyrandi miðlínu og vítateiga. Mörkin útbýrðu með járnvír og fín- gerðu neti. LEIKURINN SJÁLFUR Ef þú kannt ekki venjulegar fót- boltareglur, geturðu auðveldlega lært þær af einhverjum kunningja þínum eða íþróttablaði. Annars er hverjum frjálst að nota þá leikaðferð, sem hann og kunningjar hans eru vanast- ir. Það eru ellefu menn í hvorum hópi. Röðun leikmannanna geturðu séó á myndinni. Boltinn er settur rétt fyrir innan miðlínuna þeim megin, sem vinningurinn hefur komið upp, þegar kastað var upp um þaö, hvor skyldi byrja leikinn. Þegar boltanum hefur verið sparkað í fyrsta skipti, er hvor um sig frjáls í því, hvernig hann leikur mönnum sínum. En best er, að hvor um sig hafi ekki fleiri en þrjá á hreyf- ingu í einu og báðir aðilar skiptist jafnt á að sparka. Einnig er rétt að tak- marka það svæði, sem hver leikmað- ur má fara í senn, t. d. um fjóra reiti, hvort heldur er til hliðar eða beint fram. Vinni svo hvor, sem best getur. MINNSTI ASNII HEIMI Enskur náungi í Bristol á þennan asna, sem er tallnn minnsti asni í heimi. Hann er aðeins hálft þriðja fet á hæð og er í miklu uppáhaldi hjá börnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.