Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 15

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 15
vinnuvegur að rækta jólatré, og er hann rekinn á vísindalegan hátt í Bandaríkjunum. Eru þar ræktuð ýmis ^fbrigði sígrænna trjáa, sem hafa alla Þá kosti, er jólatré mega prýða. Greinarnar eru fagurlega lagaðar og sterkar til þess að þola þungann af því, sem á þær er hengt. Barrnálarnar hafa ýmis litbrigði og þær losna ekki þótt tréð komi í hita. Það getur því staðið inni í stofu um öll jólin, án þess að láta á sjá. I engu ríki í heimi mun vera jafn- aiikill markaður fyrir jólatré eins og í Bandaríkjunum. Þar eru seldar 50 milljónir trjáa um hver jól. Þessi tré koma öll frá Norðurríkjunum, en mest ræktun jólatrjáa er í Pensylvaníu. Þar er lítið fjallaþorp, sem heitir Indíana, en það kallar sig „Jólatrjáa-höfuð- borg heimsins", enda er hvergi á byggðu bóli ræktað jafnmikið af jóla- trjám og þar. Þeir, sem stunda þessa ræktun, græða vel á því. Til skóg- ræktarinnar geta þeir notað lélegt iand, sem ekki er hæft til akuryrkju. Og þessi skógrækt er einnig góð að öðru leyti, því að með þessu er því varnað að hrjóstrug lönd blási upp. Nú eru jólatré ræktuð á rúmlega 100.000 ekrum lands og gefa góðan arð. Þegar Theodore Roosevelt varð íorseti, hafði það verið venja um all- mörg ár aó hafa úrvals fagurt tré í Hvita húsinu á hverjum jólum. Roosevelt ofbauð hve mikið var höggvið af skógi á hverju ári til þess eins að menn gæti haft tré á heimilum sínum á jólunum. Hann gat þó ekki bannað þann sið. En hann gerði ann- 3ð. Hann bannaði algjörlega að jóla- tré væri í Hvíta húsinu. Ekki dugði það bann þó alveg, því að synir hans laumuðust með jólatré upp í herberg- ið sitt, án þess að hann vissi af. Þá var nýlega komin á laggirnar stofnun, sem heitir Skógvernd Bandaríkjanna. Forstjóri hennar var Gifford Pinchot. Hann fór á fund for- setans og tjáði honum, að það horfði síst til landauðnar þótt ung tré væru höggvin og höfð fyrir jólatré. Það væri nauðsynlegt að grisja skógana, þeir Reynið að gera þessa mynd af jólasveininum sem er að hella úr pokanum sínum, fallegri með því að mála hana, annaðhvort méð vatnslitum eða litblýöntum. Sendið blaðinu myndina fyrir 1. febrúar 1981. Fimm bókaverðlaun. næðu við það betri þroska. Ef grisj- unin væri framkvæmd á réttan hátt, yrði hún til þess að skógarnir yrðu betri. Þegar Roosevelt heyrði þetta, afturkallaði hann bann sitt og síðan hefur jólatré verið á hverju ári í Hvíta húsinu. Nú er farið að velja sérstakt tré til þess, og var það einkaréttur einhvers af Vesturríkjunum að velja það og gefa. Um langt skeið voru þar höfð „lifandi" tré, það er tré sem voru tekin upp með rótum og jarðvegi, og að loknum jólum gróöursett aftur á einhverjum stað. Nú er þetta jólatré klofið í skíð að loknum hátíðum og geymt til þess að brenna á arni Hvíta hússins á næstu jólum. Sums staðar er það siður að safna saman öllum jólatrjám eftir nýárið og gera úr þeim mikið bál á þrettándan- um til heiðurs vió Austurvegsvitring- ana og Betlehemsstjörnuna. Jólatré eru af ýmsum tegundum: rauðfuru, hvítfuru, blágreni, rauð- greni, balsam-furu, Douglas-furu o. s. frv. Skemmtilegar þykja balsam- fururnar, því að greinar þeirra koma í kross með reglulegu millibili, og eru því þessi tré talin tákn krossins helga. Blágreni og norsk fura eru og í mikl- um metum. Þetta hafa skógræktarmenn í huga og þeir velja sérstakan jarðveg fyrir hverja tegund. Þegar kemur fram í ágúst, senda þeir pöntunarlista til viðskiptamanna sinna, svo að þeim gefist kostur á því í tíma að velja þær tegundir er þeir vilja helst. Allt haustið eru menn svo önnum kafnir við að merkja þau tré, sem á að fella, en skógarhöggið byrjar ekki fyrr en komið er fram á vetur. Fyrstu trén, sem felld eru, eru geymd í frystiklefum fram undir jól, svo að engin hætta sé á því að þau láti á sjá. Margur mun geta tekið undir með litlu stúlkunni að fegurstu tré hér á jöróu séu jólatrén. Af bernskuminn- ingunum eru minningarnar um jólin öllum kærastar, og það eru jólatrén sem hafa varpað töfraljóma sínum yfir þær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.