Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1981, Qupperneq 7

Æskan - 01.11.1981, Qupperneq 7
£ é r - mmmmm tölulega fáir vita þó að söngurinn varð til undir mjög áhrifamiklum kringumstæðum. Það var um jóiaieytið árið 1918 í litla bæn- um Nicola, Oberndorf, Saizburg. Enn mátti sjá minjar eftir hina hörðu styrjöld Napo- leons, sem gekk mjög nærri erkibiskups- dæminu Salzburg, þar sem menn höfðu alltaf haldið fast við gamaldags trú sína. Fyrir áhrif franska keisarans árið 1802 breyttist Salzburg í furstadæmi, sem varð eins konar leikbolti hjá furstunum við samningagerðina í Vínarborg. Árið 1814 var Salzburg sameinuð Aust- urríki og ætlunin var sú að Salzburg yrði erkibiskupsdæmi, en af því varð þó ekki fyrr en árið 1824. Á árinu 1818 hafði Napoleon þegar verið tekinn úr umferð og hafður í haldi á litlu eyjunni Helenu sem kunnugt er. Menn voru því vongóðir að geta haldið frið, en óvissan lá í loftinu og menn voru kvíðnir fyrir framtíðinni. Hinn einfaldi alþýðumaður leitaði styrks í trú sinni, sem hann hafði hlotið í vöggu- gjöf frá foreldrum sínum. Trú sem undan- gengnar kynslóðir höfðu ávallt haldið tryggð við. Og nú rann upp jólakvöldið árið 1818. menn bjuggu sig til miðnæturmessu í litlu kirkjunni í St. Nicola. En rétt fyrir messu urðu þeir þess varir, prestur safnaðarins, Josep Mohr, og organleikarinn, Franz Gruber, að orgelið var hljómlaust. í hverju bilunin lægi vissu þeir ekki, en ómögulegt var að fá nokkurt hljóð út úr hljóðfærinu. í bænum var held- ur enginn kunnáttumaður, sem lagfært gæti orgelið. Útlit var því fyrir að halda yrði miðnæt- urmessuna án tónlistar. Það yrði reiðar- slag og fólkið myndi líta á þetta sem jarð- teikn um illan fyrirboða og draga úr því kjarkinn. Presturinn og organleikarinn reyndu að hugsa upp öll möguleg ráð til að nota eitt- hvað, sem komið gæti í stað orgelsins við messuna og gert athöfnina hátíðlega. Mohr og Gruber settust þá niður og fór presturinn síðan að yrkja sálm, en Gruber að búa til lag við hann. Eftir nokkrar klukkustundir höfðu þeir lokið þessu og voru nú tilbúnir að taka við fólkinu til messunnar. Moht hélt sína prédikun eins og til hafði staðið, en síðan kom organleikarinn fram og söng með hljómmikilli röddu þennan nýja sálm. Spilaði han jafnframt undir á gítar. Að vísu var þetta alveg ný seremonía og utan við venjulega kirkjuathöfn, en söngurinn greip kirkjugestina og þeir fyllt- ust andakt og hrifningu. Slíkt höfðu þeir ekki upplifað lengi. Presturinn og organleikarinn voru ánægðir að hafa getað bjargað messunni. En meira hugsuðu þeir ekki um þetta. Nótnablaðið með textanum skildu þeir eftir á orgelinu. Þeir litu á þetta sem tilvilj- unarverk. Nokkru seinna kom orgelsmiðurinn Mauracher til St. Nicola til að gera við orgelið. Þegar hann ætlaði að prófa hljóð- færið, rak hann augun í nótnablaðið. Spil- Þannig varð jólasálmurinn til 7 IHHiHHHHHHHHHBHBHHHHBH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.