Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1981, Qupperneq 12

Æskan - 01.11.1981, Qupperneq 12
wtm á sinn máta. Og heimili átti hann líka; upp á sinn máta. Því að þegar hann yrði stór og gæti talaó eins og full- orðna fólkið, ætlaði hann að fara með ekki aðeins móður sína heldur líka föður sinn upp að kletti þegar þau kæmu; og svo skyldu þau sitja þar og láta sér líða vel. Og kletturinn skyldi sannreyna, að hann væri ekki gleymdur; að enginn hefði svikið hann. En þangað til hann yrði fullorðinn átti hann aðeins guð á himninum, sem kom í heimsókn einu sinni á ári — sem sé á jólunum. Við hann gat hann ekki heldur talað fyllilega ennþá; en hann vissi að það mundi verða síðar. Já, það var svo komið, að hann þorði að segja allt við hann; það sem hann þorði ekki að segja við nokkurn mann. En guð var ekki farinn að taka mark á því, sem hann sagði. Og það var ekki við því að búast — hann var ekki nema átta ára. Fullorðna fólkið kunni vitan- lega betur að haga orðum sínum við guð, og ekki gat hann komist yfir allt. En Jón ætlaði að leggja sig í fram- króka; það ætlaði hann. Hver veit nema guð mundi Ijá honum eyra, þegar hann yrði fermdur. Þegar Jón var hér kominn í hug- leiðingum sínum, heyrði hann nafn sitt kallað frammi í göngunum; og af því að hann vissi hve dýrum er illa við að láta ónáða sig, flýtti hann sér fram á móti þeim sem kallaði. Það var ein af stúlkunum: Þú hefur ekki sést í marga klukku- tíma! kallaði hún í jögunartón: Hvað á það að þýða að láta okkur bíða og verða hrædd um þig, — hvað varð eiginlega af þér, Jónki strákur! Og þetta alveg fyrir jólin! En komdu nú! . . . Húsmóðirin ætlar að vita hvort þú kannt bænirnar þínar. Hafðu ekki svona hátt, Manga, sagði Jón hvíslandi: Þú vekur kýrnar. Nú tekur í hnúkana! skellti Manga upp úr: Ég ætti víst að fara í klaustur til þess að vekja ekki kýrnar! Láttu mig nú heyra, hvort þú kannt bænirnar þínar, sagði húsmóðirin hægt og kinkaði kolli til hans, hann settist á skemilinn fyrir framan hana. Og Jón settist og horfði sakleysislega í augu henni, en jólahátíðin kom eins og léttur og sæll svimi yfir hann; því „Jæja, þá er nú best að athuga þetta dót, sem pósturinn kom með.“ r 2. „Æi, hvað fréttirnar eru kjána- legar! Þetta er nú ekki neitt fyrir pabba og mömmu." að það, aó hún hafði ekki sagt Jónki, var eins og nokkurskonar byrjun að því, að hún mundi bráðum fara að segja Nonni. Og á eftir mundu allir, eða að minnsta kosti flestir á bænum kalla hann Nonna í nokkra daga. Ó — og þá voru komin jól! Og allt var eins og það ætti að vera, allir góðir og vinalegir — af því að guö var í heim- sókn. Byrjaðu nú, sagði húsmóðirin. Jón horfði á heimabörnin; honum var það Ijóst af svip þeirra og lát- bragði, að þau höfðu ekki heldur gleymt bænunum sínum. Og Jón var svo glaður. Og með djúpri andakt byrjaði hann: Faðir minn á himnum . . . Húsmóðirin lét prjónana sína detta nióur í kjöltuna. Fingur henar hættu að hreyfast en slepptu þó ekki prjónunum. Jón rak í vörðurnar, tók eftir hvað allt varð hljótt kringum hann — heimabörnin skríktu en þögnuðu undir eins aftur. Hugsaðu þig um, barn, sagði hús- móðirin og málrómurinn var ofboð mæðulegur. Það hefur ef til vill verið af því að hún sagði ekki heldur Jónki í þetta sinn, að Jón hugsaöi sig ekki um en sagði aftur öruggur: Faðir minn á himnum . . . Lengra komst hann ekki í þetta sinn; því að nú komu fjörkippir í vinnusömu hendurnar húsfreyjunnar. Hann fékk löðrung svo að hann valt um á gólfið og þar lá hann, allt of undrandi til þess að geta staðið upp eða jafnvel farið að gráta. Og þarna lá hann, þangað til sterk hönd tók í hann, lyfti honum upp og setti hann á skemilinn, og rödd húsbóndans sagði: Sestu nú þarna og hugsaðu þig um einu sinni enn, Nonni litli . . . Og þú, kona — spurðu drenginn hvernig það hafi atvikast, að honum varð á að rugla bænarorðunum, í stað þess að löðrunga hann. Er það ég sem á að svara til sakar, þó að skitinn strákur, sem ég í öllum greinum geri jafn hátt undir höfði og mínum eigin börnum, setji sjálfan sig í XW. 'Já 3. „Þá hef ég víst komið öllu þessu drasli út úr hurðinni. Nú J sta$ a||S mannkynsins, af eintómri og taka i sjálfselsku? spurði húsmóðirin og I stóð upp. Og nú stóð Jón upp líka má vindurinn koma það.“ 12 í ÆSKUNA hafa skrifað flestir bestu rithöfundar okkar og þýtt efni hefur ætíð verið mjög fjölbreytt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.