Æskan - 01.11.1981, Síða 15
Hælakapphlaup.
Jólasælgætinu er skolað nlður með gosdrykkjum.
vegna er mikil ástæða fyrir þessi félög að halda upp á
jólin.
Það er gert á sérstökum jólafundum, sem eru yfirleitt
haldnir í jólavikunni eða stuttu eftir jólahátíðina. Þá eru
sungnir jólasálmar, lesin jólasaga, e. t. v. gengið kring-
um jólatréð og útdeilt jólasælgæti. Oftast líta jólasvein-
arnir við á þessum fundum. Að lokum er svo jólaguó-
spjallið lesið og útskýrt og Guði þakkað fyrir jólin í bæn.
En hvað er KFUM og K?
Nú eru liðin nærri 140 ár síðan fyrsta KFUM félagið var
stofnað í Englandi. Það var árið 1844 að fjórir ungirtrú-
aðir menn stofnuðu með sér félag og ákváðu að hittast
reglulega til að biðja og lesa Biblíuna.
Fljótlega fjölgaði í félaginu og með tímanum breiddist
KFUM út um England og síðan til annarra landa, m. a.
Danmerkur.
Stuttu fyrir síðustu aldamót kynntist íslenskur stúdent
starfi KFUM í Danmörku. Hann tók þátt í starfinu og þótti
góður starfskraftur. Þetta fréttist til íslands og íslending-
urinn ungi var beðinn um að koma hingað heim og byrja
sams konar starf á íslandi. Fyrst í stað var hann tregur til,
en lét loks tilleiðast vegna hvatningar góðra manna.
Hann hét Friðrik Friðriksson, oft nefndur sr. Friðrik. Og
hann stofnaði KFUM í Reykjavík 2. janúar 1899. Fyrst í
stað voru ekki margir í félaginu, en það efldist brátt.
Að sjálfsögðu voru engar stúlkur í KFUM. Þeim þótti
leitt að hafa ekki sams konar félag og drengirnir höfðu.
Vegna þrábeiðni þeirra stofnaði sr. Friðrik KFUK 29. apríl
sama ár. Allt frá fyrstu tíð hefur samstarf þessara félaga
verið mjög náið.
Eitthvað fyrir þig?
Fyrstu árin var sr. Friðrik potturinn og pannan í starfi
KFUM og K í Reykjavík. En með tímanum komu fram aðrir
leiðtogar, sem tóku smátt og smátt við starfinu eftir því
sem það óx. Þá voru stofnaðar félagsdeildir í úthverfum
borgarinnar, eftir því sem hún óx, en áður hafði allt
starfið farið fram á einum stað í gamla miðbænum.
Einnig voru félögin stofnuð á fáeinum stöðum úti um
landið.
Nú starfa KFUM og K á sjö stöðum í Reykjavík og auk
þess á Akranesi, Akureyri, Seltjarnarnesi, í Kópavogi,
Garðabæ, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og Keflavík.
Alls staðar er meðlimum skipt í deildir eftir aldri. Hóp-
arnir hittast vikulega til funda. Þar er mikið sungið, oft
sagðar sögur, sýndar myndir eða farið í leiki, og alltaf
rætt lítillega um einhvern kafla í Biblíunni.
Auk þessara funda eru oft stuttar ferðir eða ferðalög.
Þá hafa KFUM-deildirnar oft keppt sín á milli í knatt-
spyrnu eða borðtennis, og fleira mætti tína til.
KFUM og K óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra
jóla og vona, að þú finnir eltthvað við þitt hæfi í starfi
félaganna á komandi ári!
Ólafur Jóhannsson
Tekið á í ferðalagi.
Hlutverk ÆSKUNNAR er
hafa verkefni hennar al<
15