Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Síða 30

Æskan - 01.11.1981, Síða 30
Það var hráslagalegan jóaldags- morgun á Thamesárbökkum í Lundúnum. Lítill, aldurhniginn og blindur maður handlék óvandaða fiðlu krókloppinn og reyndi að spila. Það var hans lifibrauð. Tveir menn vel til fara áttu leið þarna fram hjá, og þeir stöldruðu við til að viröa fyrir sér þennan aumkun- arverða mann. Annar þeirra, skarpholda maður og útitekinn, klappaði vingjarnlega á öxlina á blinda manninum og sagði á dálítið bjagaðri ensku: — Óheppinn í dag, ha? Enginn gefur peninga. Slæmur dagur? — Víst er jóladagurinn góður dag- ur, herra, svaraði blindi maðurinn. En veðrið er svo kalt og blessað fólkið kærlr sig ekki um að opna hjá sér gluggana. — Láttu það opna, svaraði hinn skarpholda maður sorgkenndri, óstyrkri röddu. Spilaðu þangað til það opnar gluggana. — Ég vildi að ég gæti það í allra heilagra nafni, svaraði blindi maður- inn. Skyndilega rétti hinn grannleiti að- komumaður út höndina og greip fiðl- una. — Kannski ég ætti að spila? sagði hann. — Kannski ég geti fengið það til að opna gluggana? Hann tók af sér hanskana og sveiflaði boganum eins og hljóm- sveitarstjóri með taktsprota, og litla fiðlan eins og vaknaði af blundi. Hún var sem þrungin lífi og þrótti í höndum hans. Tónarnir dönsuðu og streymdu fram, og það var eins og annar heimur hefði skyndilega opnast þarna á svalri götunni. Gluggi var opnaður og skildingur flaug niður á gangstéttina. Það marr- aði í öðrum glugga, og annar skild- ingur fauk. Peningarnir komu nú eins og skúr yfir gangstéttina, þar sem mennirnir þrír stóðu. Karlar, konurog börn lágu úti í gluggum og dyrum og hlustuðu bergnumin. En svo hætti hann að spila, og skildingarnir glömruðu í vasa gamla mannsins. — Þetta er helgidagur, sagði sá, sem leikið hafði, farðu nú heim vinur, og hvíldu þig, haltu daginn hátíðlegan. — Nafn þitt, nafn þitt, hvíslaði öld- ungurinn, þegar hann tók skjálfandi höndum við fiðlunni. — Þeir kalla hann Paganini, svar- aði hinn aðkomumaðurinn. Paganini var heimsfrægur fiðluleikari. OBBOBB var þá kominn morgunn. Var ætlað, að biskup hefði haft mann við í klukkuportinu til að hringja. Getum var einnig leitt að því, að biskup hefði sjálfur haldið sig á kirkjuloftinu og fylgst gjörla með öllu því, sem fram fór niðri í kirkjunni og inn við altarið, og sótt svo prest, þegar tími hans var út- runninn. Nú lét biskup sækja dóttur sína að Torfastöðum og var síðan slegið upp mikilli veislu í Skálholti. Ekki löngu síðar flytja þau alfarin að Skál- holti frá Torfastöðum, presturinn og biskupsdóttir. Biskup gerist nú líka hniginn að aldri og þar kemur, að hann leggur niður biskupstign. Verð- ur klerkurinn frá Torfastöðum eftir- maður hans, og þótti vel að því kom- inn sakir mægða við biskup, skör- ungsskapar síns og annars ágætis. Þannig endaði fátæki förupilturinn sem biskup í Skálholti. — Eftir augnablik verður jólagjöf pabba líka tilbúin. Áskríft að ÆSKUNNI mun í dag vera þau ódýrustu blaðakaup, sem völ er á. 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.