Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1981, Side 32

Æskan - 01.11.1981, Side 32
■ æs: FJOLSKYLDUÞMTUR í umsjá Kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík. Jólahátíð Ijóss og friðar er haldin á hverju ári meðal þjóðanna, til minningar um fæðingu frelsarans er boðaði frið, bræðralag og réttlæti hjá mönnum. Enginn atburður hér í heimi hefur haft jafn djúptæk áhrif á mannssálina og koma Guðssonarins til okkar mannanna barna. Við sem höfum notið þeirrar gæfu og gleði að kynnast kristinni trú, höfum orðið að- njótandi mikilla lífssanninda er borið hafa og létt byrðar lífsins hjá mörgum. Við eigum því láni að fagna að eiga fullkomna fyrirmynd og háleitt markmið að stefna að á lífsgöngu okkar þar sem frelsari mannkyns er. Jól á íslandi hafa yljað mörgum um hjartarætur, flestir minnast sinna gleði- ríkustu jóla frá bernsku- og æskudögum í foreldrahúsum, og skipti þá líklega litlu hvort heimilið var hreysi eða höll þegar jólaljósin voru tendruð á kertunum og Ijómi þeirra og birta lýsti allt upp, ólýsan- leg dýrðartilfinning greip hug og hjarta svo menn urðu betri en endranær. Áhrifin frá boðskap jólanna virka því göfgandi á flesta, margir fyllast þrá að gefa og gleðja, sem er mesta sæla og lífsfylling hvers manns. Látum því söguna um barnið sem fæddist í jötunni í Betlehem verða okkur leiðarljós á vegi lífsins, biðjum Guð um náð og styrk að feta í fótspor hans er öllum gerði gott og sýndi í orði og verki að hægt er að lifa á þessari jörð í sátt og samlyndi. Eflum því með okkur kærleika og styðj- um hvert annað á meðan má, í sorg og gleði, látum streyma góðvild til náungans eins og Kristur kenndi, og það er ekki bundið við jól eða neitt eitt tímabil, heldur ár og síð og alla tíð. Gleðileg jól! Vigdís Einarsdóttir 32 ÆSKAN er víðlesnasta og stærstabarna- og unglingablað landsins.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.