Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1981, Page 36

Æskan - 01.11.1981, Page 36
,******%. Brunavarnir: Eitt logandi kerti getur kveikt í Jólahátíðin er um það bil að ganga í garð og vonandi fylgir henni ekkert nema ánægjan. Hættur geta samt leynst í hverju horni, ekki síst af eldi á þessum tíma árs, þegar rafmagns- tækin eru öll á fullu og víða logandi kerti. Við fengum Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóra til að segja okkur hvernig bregðast eigi við ef eldur verður laus, hvers vegna kviknar oftast í og ýmislegt fleira. Hann tók saman grein fyrir okkur um þetta efni og fer hún hér á eftir. Rúnar Bjarnason slökkvistjóri fræðir um brunavarnir. Eldsvoði — eldur sem hefur orðið laus Eldur er fyrirbæri sem við getum yfirleitt stjórnað og ráðið við og sem við höfum bæði gagn og gaman af. t. d. kertaljós. En ef kertið kveikir í gluggatjöldum verður eldurinn laus og við missum stjórn á honum. Þann- ig eldur kallast eldsvoði. Við ætlum hér meðal annars að reyna að útskýra hvernig eldsvoði hefst og hvað á að gera til að koma í veg fyrir hann. Auk þess munum við læra hvernig á að slökkva eða hefta útbreiðslu eldsvoða. Því fyrr sem ráðist er til atlögu við eldsvoða, því minni slökkvibúnað þarf. Reykur Reykur er afleiðing eldsvoða. Reykurinn er bæði föst óhreinindi og hættulegar lofttegundir. Allur reykur getur verið hættulegur sé honum andað að sér. Þeir sem farast í eldsvoða verða lostnir skelfingu og tapa áttaskyni í reyknum. Síðan kafna þeir vegna súrefnisskorts eða reykeitrunar. Reykur dreifist hraðar en eldur. Reykur er léttari en andrúmsloft og stígur því upp á við. Ef þið viljið verjast reyk, takið þá blauta tusku, haldið henni fyrir vitunum og skríðið út eftir gólfinu. I blöndu með andrúmslofti geta reyklofttegundir sprungið. íbúð getur þá á nokkrum sekúndum orðið eitt eldhaf. Verið því varkár þegar dyr eru opnaðar að herbergi þar sem eldur er laus. Loftiö sem streymir inn í her- bergið þegar þið opnið dyrnar getur nægt til að óbrunnar lofttegundir springi. Hvenær og hvar brennur mest? Hættulegustu eldsvoðarnir byrja að nóttu til milli kl. 24 og 6 að morgni. Þá eru flestir sofandi og illkleift að upp- götva eldsvoða í tæka tíð. 1. 37% af eldsvoðum byrja í stofu. 2. 22 % í eldhúsi. 3. 14 % í kjallara. 4. 13 % í svefnherbergi. 5. 14 % annars staðar.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.