Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1981, Qupperneq 36

Æskan - 01.11.1981, Qupperneq 36
,******%. Brunavarnir: Eitt logandi kerti getur kveikt í Jólahátíðin er um það bil að ganga í garð og vonandi fylgir henni ekkert nema ánægjan. Hættur geta samt leynst í hverju horni, ekki síst af eldi á þessum tíma árs, þegar rafmagns- tækin eru öll á fullu og víða logandi kerti. Við fengum Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóra til að segja okkur hvernig bregðast eigi við ef eldur verður laus, hvers vegna kviknar oftast í og ýmislegt fleira. Hann tók saman grein fyrir okkur um þetta efni og fer hún hér á eftir. Rúnar Bjarnason slökkvistjóri fræðir um brunavarnir. Eldsvoði — eldur sem hefur orðið laus Eldur er fyrirbæri sem við getum yfirleitt stjórnað og ráðið við og sem við höfum bæði gagn og gaman af. t. d. kertaljós. En ef kertið kveikir í gluggatjöldum verður eldurinn laus og við missum stjórn á honum. Þann- ig eldur kallast eldsvoði. Við ætlum hér meðal annars að reyna að útskýra hvernig eldsvoði hefst og hvað á að gera til að koma í veg fyrir hann. Auk þess munum við læra hvernig á að slökkva eða hefta útbreiðslu eldsvoða. Því fyrr sem ráðist er til atlögu við eldsvoða, því minni slökkvibúnað þarf. Reykur Reykur er afleiðing eldsvoða. Reykurinn er bæði föst óhreinindi og hættulegar lofttegundir. Allur reykur getur verið hættulegur sé honum andað að sér. Þeir sem farast í eldsvoða verða lostnir skelfingu og tapa áttaskyni í reyknum. Síðan kafna þeir vegna súrefnisskorts eða reykeitrunar. Reykur dreifist hraðar en eldur. Reykur er léttari en andrúmsloft og stígur því upp á við. Ef þið viljið verjast reyk, takið þá blauta tusku, haldið henni fyrir vitunum og skríðið út eftir gólfinu. I blöndu með andrúmslofti geta reyklofttegundir sprungið. íbúð getur þá á nokkrum sekúndum orðið eitt eldhaf. Verið því varkár þegar dyr eru opnaðar að herbergi þar sem eldur er laus. Loftiö sem streymir inn í her- bergið þegar þið opnið dyrnar getur nægt til að óbrunnar lofttegundir springi. Hvenær og hvar brennur mest? Hættulegustu eldsvoðarnir byrja að nóttu til milli kl. 24 og 6 að morgni. Þá eru flestir sofandi og illkleift að upp- götva eldsvoða í tæka tíð. 1. 37% af eldsvoðum byrja í stofu. 2. 22 % í eldhúsi. 3. 14 % í kjallara. 4. 13 % í svefnherbergi. 5. 14 % annars staðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.