Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1981, Page 51

Æskan - 01.11.1981, Page 51
Sjúkrahótel hjálpartækjabanki RKÍ annast rekstur sjúkrahótela íReykjavíkog á Akureyri fyrir þá sem geta dvalist utan sjúkrahúss en þurfa þó á hjúkrun að halda. í samvinnu við Sjálfsbjörg er einnig rekinn sérstakur hjálpartækjabanki í Reykjavík. Þar eru lánuð, leigð og seld alls kyns hjálpartæki fyrirfatlaðaog leiðbeiningarveittar um notkun þeirra. Gjafír og minningarkort RKÍ berast stöðugt gjafir frá einstaklingum og fyrirtækjum. Áheit berast félaginu einnig og veitir þessi tekjulind RKÍ dýrmætan fjárhagslegan stuðning, sem um leið vitnar um hlýjan hug og örvar til dáða. Þá selur Rauði Kross- inn minnihgarkort og er algengt að fólk gefi RKÍ á þann hátt fé til minningar um ætt- ingja og vini. ? HVER VEIT HVAÐ? ? Þessi leikur getur skemmt bæði ungum og fullorðnum, hvenær sem er. Hann gefur þátttakendum færi á aö sýna, hve mikið þeir vita, og það er alltaf gaman. Einn er leikstjóri, annar er dómari, og svo eru spurningar lagðar fyrir þátttak- endurna og þeir fá stig eftir því hve gott svarið er. 2 stig fyrir rétt svar, 1 stig fyrir gallað svar og 0 fyrir skakkt eða ekkert svar. Rétt er að skipta spurningunum í flokka, t. d. landafræði (er Alsír borg, land eða hópur), sögulegar (nefnt ártal þriggja styrjaldarloka), bókmenntalegar (var Jónas Hallgrímsson skáld — hvað lærði hann), náttúrufræðilegar (er hvalurinn stærsti fiskur í heimi?), kímni (hver drap hann Abel?) eða almennar (hvað er radar?). — Þá er önnur tegund spurninga, sem aðeins á að svara með já og nei. En þeim á að svara samstundis og enginn umhugsunarfresturgefinn. Þar geta ekki eins margir og vill verið með og þeir eru spurðir í röð. í hvert skipti sem einhver svarar skakkt verður hann að fara úr hópnum, en sá sem lengst svarar rétt vinnur. Hér eru nokkrar spurningar sem hægt er að nota: Getur vélritunarstúlka fengið blöðrur á iljarnar? (já) Er Jónas Jónsson ráðherra í ríkisstjórninni? (nei) Er flatarmálsfræði námsgrein um myndir?(já) Er 29. febrúar hlaupársdagur? Oá). Er Hekla hærri en Eyjafjallajökull? (nei) Er Torfajökull stærri en Snæfellsjökull? (nei). Fer hljóðið hraðaren Ijósið? (nei). gesturá þúsundum heimila um allt land. 47

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.