Æskan - 01.11.1981, Side 52
DlRIN leika listi
rsmai'
Dýraleikhús Moskvu, sem ekki á sinn líka í öllum
heiminum, flutti í nýtt húsnæði um áramótin.
Samkvæmt hefð var það köttur sem fyrstur gekk
yfir þröskuld hins nýja húss, sem er byggt eins og
miðaldakastali, með málverkum af dýrahögg-
myndum í rjáfrinu.
Rússneski þjóðlistamaðurinn, Natalya Durova,
var hamingjusöm, af því að nú opnuðust ný tæki-
færi til að láta dýrin sýna hæfni sína.
Natalya Durova er barnabarn Vladimir Durov,
þekkts rússnesks sirkusstjóra og dýratemjara,
sem keypti sér stórt íbúðarhús í Moskvu árið 1911
og stofnsetti þar lítinn sirkus, sem hann stjórnaði
sjálfur. Dýraleikhúsið var skírt Horn Durovs.
Árangur hans við að temja dýrin var undraverð-
ur. Hann var árangur nýrra aðferða, sem höfnuðu
með öllu hverskonar grimmd og refsingum.
Sonardóttir hans hefur nú tekið upp aðferðir hans
og þróað þær.
Fyrsti leikflokkurinn sem steig á fjalirnar og lék
listir sínar í þessu leikhúsi voru hérar sem léku á
trommur og svín sem léku á xylofóna, og hanakór
söng háum rómi.
Þar gengu um hnakkakerrtir fílar, geitur léku listir
sínará köðlum, brúnir skógarbirnir fóru um pallinn
á mótorhjólum, þvottabirnir þvoðu þvott, og auð-
vitað vantaði ekki hvítu mýsluna, sem stýrði járn-
braut, og járnbrautarþjónarnir voru einnig mýs.
í ÆSKUNNI er að finna skemmtilegarframhaldssögur, smásögur,
48 fræðandi greinar og þætti.