Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1981, Side 59

Æskan - 01.11.1981, Side 59
pappír, t. d. rautt og blátt eða gult og grænt o. s. frv. Pappírsblöðin eru brotin saman og klipptar tvær rifur, 8 cm langar inn í hvort þeirra (sjá mynd). Síðan er fléttað þannig: Nr. 4 gegnum nr. 1,2 gegnum 4, 4 gegnum 3,1 gegnum 5, 5gegnum 2,3gegnum 5, 6 gegnum 1,2 inn í 6, 6 inn í 3. Þá er fléttunni lokið og aðeins er þá eftir að klippa til að ofan, þannig að hjartalag komi á pokann, og svo að festa handfang eða höldu á með því að líma pappírsrenning, hæfilega langan, að innanverðu í pokann. Mynd 3 og 4. Að síðustu er svo hér karfa, sem mjög fljótlegt er að búa til. Strikið á karton, sem getur verið í hvaða lit sem er, hring t. d. eftir undirskál. Klippið hringinn nákvæmlega og brjótið saman í miðju. — (sjá mynd A og B.) Límið saman og setjið handfang á, sem mætti gjarnan vera með öðrum lit. Þá er komin karfa tilbúin á jólatréð. Mynd 5. Gleðileg jól. Jólin nálgast og þau eru fyrst og fremst hátíð barnanna. Annars má segja, að á jólum heimsækjum við, sem eldri erum orðin, æsku okkar í minningum. Fyrrum var ekki mikið skraut kringum börnin á jólunum, en nú er það komið. Hér sjáið þið þrjá prúðbúna bræður við skreytt jólatré sitt. JÓLAFÖNDUR 55 — Ég átti að skila kveðju og segja, að hann Arnór væri veikur og gæti ekki komið í skólann í dag. — Hvern tala ég við? — Það er hann pabbi minn._

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.