Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 5

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 5
lías S. Jónsson Höskuldur Bjarnasoi miösnesið á nautinu. Voru svo tveir bolar meö raftinn á milli sín svo þeir gætu ekki skaðað fólk. Þetta var nokkuð langt ferðalag og við komum við á bænum Veiðileysu og drukkum þar kaffi. Ég man alltaf eftir því hvað mér fannst kaffið í Veiðileysu gott. Svo héldum við áfram yfir hálsinn og yfir í Kúvíkur. Þar var Karl Jensen kaupmaður og hjá honum gist- um við Benedikt um nóttina. Við héldum svo áfram inn Reykjarfjörð daginn eftir og þar var boli bellaður við trékubbinn og átti að vera þar um sumarið á ágætis haglendi. Svo var það mörgum árum seinna að ég kom að Kaldbak í Kaldbaksvík og þá þekkti ég húsið aftur sem ég gisti í þegar ég var tólf ára. Þá hafði húsið hans Karls Jensens verið flutt sjóleiðis og var nú í Kaldbaksvík. Sp.: Geturðu sagt okkur eitthvað fleira? Elías: Já, já, ég get sagt þér eina sögu í viðbót. Ég á margar sögur til að segja frá. Vorið 1930 flutti faðir minn með fjölskyldu sína frá Klúku í Bjarnafirði og að Bjarnanesi í sama hreppi. Það er svo, að ég held, snemma vors 1931, að pabbi fer á sjó að vita hvort hann fái ekki lúðu. Hann hafði ekki beitu, var bara með tvo króka í blýsökku og í gegnum hana var járn- teinn og taumar á hvorum enda á járnteininum og þar í var hneif sem kallað var. Þetta var vel útbúið, færið alveg nýtt og taumarnir nýjir. Svo förum við á sjóinn snemma morguns, en hann fór nú alltaf snemma á sjóinn til fiskjar. Við erum nú þarna að reyna aö veiða lúðu en við verðum ekki varir við neitt lengi vel. En svo allt í einu er tekið svo rösklega í færið að það er nærri dregið úr höndunum á pabba. Hann veit ekki hvað þetta er og trúir varla að þetta sé svona stór lúða. Nú, hann heldur áfram að draga nokkrum sinnum en lúðan kippir alltaf í og fer við og við niður aftur. En svo hefst nú að ná henni upp undir bátinn og þá sést hvað þetta er. Þetta er þá svona rosalega stór lúða, næst var að reyna að hafa hana inn. Þegar hún kemur rétt undir borðstokkinn þá nær hann annarri hneifinni inn fyrir en þá tekur lúðan fast í og ætlar beina leið niður. Annar krókurinn krækist í borðstokkinn og báturinn fer alveg á kaf í sjóinn svo að hann hálffyllist. Við héldum nú að lúðan hefði slitið sig af. Pabbi tekur krókinn úr borðstokknum og finnur þá aö hún er enn á. Hún hefur linast svo við þetta átak að hún reynir ekkert að fara niður eftir þetta. Pabbi dró hana upp að borðinu. Hann var með ífæru með sér og færir í hana, undir kjálkabarð og dregur svo hausinn upp á borðið og lætur hana renna inn í austurrúm en þá var hún svo löng að sporðurinn stóð langt út af borð- stokknum. Skektan var ekki stærri en það. Og þá stakk hann hana, sem kallað er, fyrir aftan hausinn og svo varð hann að skera sporðinn af til þess að hún bryti ekki bátinn ef hún færi eitthvað aö reyna. Þetta tókst nú ágætlega. Við höfðum hana í land. Þegar í land kom var nú farið að hugsa um hvað ætti að gera við hana. Þá var engin verslun og engin lúða keypt. Þá var ég látinn sækja hest og það var settur á hann reiðingur. Lúðan var svo skorin og henni úthlutað, sem sé allri, á næstu bæi. Þessi lúða var tvö hundruð kíló að þyngd. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.