Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 10

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 10
jff A Selma Lagerlöf A |f UMSI KIPTMGl JRINN i © 1 í * 1 Wt m 4. Tröllkona var á ferö úti í skógi. Barnið sitt bar hún í poka á bakinu. Þaö var strákur stór og ófrýnilegur, meö úlfgrátt, strítt og úfið hár, vígtennur og kló á litla fingri. En tröllskessunni fannst hann auðvitað fríðari en nokkur kóngssonur. Eftir stundarkorn kom hún þangað, sem skógurinn var lítið eitt gisnari. Þar lá vegur. Hann var sleipur, blautur og ósléttur. Á veginum var fólk á ferð. Það var bóndi og kona hans. Tröllkonan kom auga á hjónin og ætlaði að læðast inn í skóginn aftur, því að hún vildi ekki láta þau sjá sig. En þá veitti hún því eftirtekt, að bóndakonan reiddi barn í fangi sér. Þá snerist skessunni hugur. „Gaman þætti mér að sjá, hvort barn bóndakonunnar er eins fallegt og barnið mitt,“ sagði hún við sjálfa sig. Faldi hún sig því næst að baki hesliviðarrunna, er stóð rétt við veginn. En þegar ferðafólkið reið framhjá, gleymdi hún sér alveg, og í ákafanum teygði hún fullmikið úr sér. Hestarnir urðu varir við stóra, Ijóta greppitrýnið. Þeir tóku viðbragð og fældust. Það lá við sjálft, að bæði bóndi og kona hans féllu af baki. Þau æptu upp yfir sig af ótta og tóku í taum- ana eftir mætti. En hestarnir voru trylltir, og skessan sá ekki meira af þeim. Hún gretti sig af gremju. Hún hafði varla fengið ráðrúm til þess að renna augunum á mennska barn- ið. En það hýrnaði heldur en ekki yfir kerlu. Þarna lá barnið á jörðunni við tærnar á henni. Þegar hestarnir fældust, hafði móðirin misst það úr fangi sínu. En til allrar hamingju hafði það komið nið- ur í þurra laufhrúgu og var alveg óskaddað. Barnið hágrét af hræðslu, en þegar skessan laut niður að því, þá steinþagði það, teygði út hendurnar og togaði í svarta skeggið hennar. Tröllkonan stóð þarna steini lostin og starði á mennska barnið. Hún virti fyrir sér grönnu, nettu fingurna með rósrauðu nöglunum. Hún leit inn í augun, bládjúp og skær, og hún horfði með aðdáun á fagurrauðar varirnar. Hún snerti við silki- mjúku hárinu, hún strauk hendinni um litlu, dúnmjúku vangana, og hún varð gagntekin af undrun. Hún gat með engu móti áttað sig á því, að nokkurt barn gæti verið svo hörundsbjart og yndislegt. Allt í einu þreif skessan pokann af baki sér og tók upp krakkann sinn og lagði við hlið mennska barns- ins. Og þegar hún sá, hve munurinn var mikill, þá gat hún ekki stillt sig lengur, en fór að háskæla. Nú höfðu hjónin náð valdi á hestunum og sneru afturtil þess að leita barnsins síns. Tröllkonan heyrði hófadyninn, en hún þreyttist ekki að dást að mennska barninu. Hún sat við hlið þess, þangað til hjónin voru alveg á næstu grösum. Þá var sem hún vaknaði af draumi. Hún tók mennska barnið, stakk því niður í pokann sinn, slöngdi honum á bak sér og skundaði til skógar. En Ijóti skessustrákurinn lá við veginn. Skessan var varla komin í hvarf, þegar hjónin komu. Þetta voru mestu myndarhjón, efnuð og vel metin. Þau áttu reisulegan bæ og stóra jörð í frjó- sama dalnum undir hlíðinni. Þau höfðu búið í mörg ár, en áttu aðeins þetta eina barn, svo að ekki var að kynja, þótt þau leituðu þess harmþrungin. Húsfreyjan var nokkrar hestlengdir á undan bóndanum, og kom hún fyrr auga á barnið, sem lá við veginn. Það orgaði af öllum mætti og vildi fá móður sína aftur. Og konan hefði átt að geta heyrt það á þessum hræðilegu ó- hljóðum, að eitthvað var bogið við þetta, og hana hefði mátt gruna, hvers konar barn þetta var. En hún hafði verið svo undur og skelfing hrædd um barnið sitt. Hún hafði búist við því að finna það liðið lík, svo að hún hugsaði aðeins: „Góðum guði sé lof, að drengurinn minn er á lífi.“ „Hér liggur barnið!" hrópaði hún og steig um leið af baki og flýtti sér sem mest hún mátti til skessustráks- ins. Þegar bóndann bar að, sat konan með barnið í fanginu. Henni var mjög brugðið. Það var rétt eins og hún gæti ekki trúað sínum eigin augum. „Ekki hafði barnið mitt vígtennur," sagði hún, og 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.