Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 38

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 38
 FJOLSKYLDUÞATTUR umsjá Kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík. Enn eitt ár á enda er, áfram heldur tíminn. vigdís Einarsdóttir. Ekki er stans né staldraö viö þótt áramót komi á tímatali okkar. „Því einn kemur þá annar fer“. Nýtt ár er tekið við af því fyrra og hefur göngu sína meö líkum hætti og önnur er á undan hafa gengið. Við slík tímamót er hugur manna óráðinn. Hvað ber nýtt ár í skauti sínu hverj- um og einum til handa ? Við rifjum upp, atburði er áttu sér stað, sorg og gleði skiptast á, við dveljum löngum við endurminningar frá slíkum stundum. GLEÐILEGT ÁR 1984 LIFUM LÍFINU FYRIR ÍSLAND Bæn okkar og von haldast í hendur um betri tíð, jafnvel þótt allt leiki í lyndi, því ekki er minni vandi að lifa lífinu farsæilega þegar ekkert bjátar á heldur en þegar mótlæti og erfiðleikar steðja að. Biðjum þann máttuga lífsins föður að efla með okkur réttlæti til orðs og æðis og blessa okkar æskufólk og varðveita frá hættum þeim er flæða yfir heiminn, og bíða færis að eyðileggja hvert ungmennið á fætur öðru, spyrnum við fótum gegn vímuefnum, njótum lífsins heilbrigð á sál og líkama. íslensk æska býr við mikið lán að vera ekki skylduð til herþjónustu, eða að eiga á hættu að láta lífið fyrir fósturjörðina af þeim sökum, eins og það heitir á fagmáli stórþjóð- anna, þegar kallið kemur á vígvöllinn. Æsku- fólk margra þjóða deyr fyrir föðurlandið. En við íslenskt æskufólk vil ég segja: Lifið fyrir ísland, verið fyrirmynd annara þjóða í öllu framferði og framgöngu, látið ekki leiða ykkur út í spillingu, sýnið metnað ykkar og sjálfstæði með því að standast freistingar tískufyrirbrigða, sem leiða til glötunar dýr- mætra eiginleika manndómsáranna. Lifum lífinu fyrir ísland Gleðilegt nýtt ár. Vigdís Einarsdóttir. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.