Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 12

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 12
nú var í tröllahöndum, var síðasta afsprengi þeirrar ættar. Ef hann hefði ekki fæðst, þá mundi ættin hafa dáið út. Nú var bóndinn gramur við konu sína fyrir það, að hún skyldi hafa misst barnið. Hún hefði átt að meta drenginn meira en allt annað, hugsaði hann. En þegar hann sá, hve sorgbit- in hún var, þá gat hann ekki fengið af sér að ávíta hana. Bóndinn lyfti konunni í söðulinn og ætlaði sjálfur að stíga á bak hesti sínum. En þá mundi konan allt í einu eftir umskiptingnum. „Hvað eigum við að gera við umskiptinginn?" spurði hún. „Ja, hvaö er eiginlega orðið af honum?“ sagði maðurinn. „Hann liggur þarna undir runnanum." „Það fer vel um hann þar,“ sagði maðurinn og hló kuldahlátri. „Við verðum víst að hafa hann heim með okkur, við getum ekki látið hann liggja hér úti á víðavangi," mælti konan. „Jú, það getum við sannarlega," sagði maðurinn og setti fótinn í ístaðið. Konunni fannst, að bóndinn hefði alveg rétt fyrir sér. - Vissulega áttu þau ekki að annast barn tröll- konunnar. Hún reið líka af stað á eftir manni sínum. En allt í einu var henni ekki unnt að halda lengra. „Þetta er þó að minnsta kosti barn,“ hugsaði hún. „Ég get ekki fengið af mér að láta það liggja þarna og verða úlfunum að bráð.“ „Þú verður að fá mér krakkann," sagði hún. „Það dettur mér ekki í hug,“ svaraði bóndi, „það fer nógu vel um hann, þar sem hann er.“ „Ef þú færð mér hann ekki núna, þá verð ég að fara í kvöld að sækja hann,“ sagði konan. „Það er víst ekki nóg með það, að tröllin hafa tekið barnið rnitt," tautaði maðurinn, „þau hafa líka ært konuna rnína." En hann tók barnið samt upp og fékk konu sinni, því að hann unni henni hugástum og var vanur að láta allt liggja í hennar skauti. - Flýgur fiskisaga. - Daginn eftir komu margir að heimsækja hjónin. Atburðurinn var kunnur orðinn um alla sveitina. Ýmsir þóttust vita lengra en nef þeirra náðu, og allir vildu leggja orð í belg og höfðu ráð undir rifi hverju. „Besta ráðið er að strýkja strákinn með hörðum vendi," sagði einhver. „Hvað stoðar það, að vera svo grimmur við hann,“ mælti húsfreyja. „Þótt hann sé leiður og Ijótur, þá á hann enga sök á þessu.“ „En sé hann barinn til blóðs,“ svaraði sú, sem ráðið gaf, „þá kemur tröllskessan þjótandi, fleygir drengnum þínum, en tekur hinn í staðinn. Ég veit mörg dæmi þess, að menn hafa á þann hátt náð börnum sínum úr klóm tröllanna." „En þau börn verða sjaldan langlíf," greip önnur fram í. Og konan vissi með sjálfri sér, að þessu ráði gat hún eigi hlýtt. Um kvöldið sat hún stundarkorn ein inni hjá um- skiptingnum, þá greip hana svo sár þrá eftir drengn- um sínum, að hún vissi engin sköpuð ráð. „Ef til vill ætti ég að reyna að flengja hann, eins og mér hefur verið ráðlagt," hugsaði hún með sér, en sat þó kyrr. Þá kom bóndi inn í stofuna með stóreflis vönd í hendi. Hann spurði eftir umskiptingnum. Konan vissi þegar, hvað til stóð, og hún hugsaði með sér: „Það er ekki nema gott, að hann geri það. Ég er svo heimsk. Ég gæti aldrei fengið af mér að berja saklaust barn." En þegar bóndinn tók að flengja umskiptinginn, þá var konunni allri lokið. Hún rauk á fætur og hrópaði: „Æ, nei, gerðu það ekki, ég þoli ekki að horfa á þetta.“ „Þið langar víst ekki til að sjá drenginn þinn aftur?" mælti bóndi. „Jú,“ svaraði konan. „En ekki á þenna hátt.“ Og þegar bóndi reiddi vöndinn til höggs að nýju, hafði hún fleygt sér yfir barnið, til þess að vernda það, svo að höggið hitti hana. „Drottinn minn,“ hrópaði bóndi. „Nú skil ég, að þú ætlar að sjá svo um, að barnið okkar verði alla ævi hjá tröllunum.1' Hann stóð kyrr og beið þess, að konan hreyfði sig. En þegar ekkert varð úr því, fleygði hann frá sér vendinum og gekk á braut. Var hann þá bæði hryggur og reiður. Hann furðaði sig á því, að hann skyldi ekki hafa farið sínum vilja fram, hvað sem konan sagði. Hún hafði eitthvert undravald yfir honum, og hann gat ekki látið á móti henni. Nú liðu nokkrir dagar. Sorg og mótlæti grúfði yfir heimilinu. Það er sárt fyrir móður að missa barnið sitt, en miklu sárara er þó, að eignast umskipting í sonar- stað. Einn morgun kom konan að máli við bóndann: „Ég veit ekki, hvað ég á að gefa umskiptingnum að eta. Hann vill ekki neitt af því, sem ég býð honum.“ „Það er ekki að furða," svaraði bóndi. „Hefur þú ekki heyrt, að tröllin eta aðeins mýs og mosa, og annan óþverra." „Þú getur þó ekki búist við því, að ég gefi honum þessháttar fæðu?“ „Nei, sannarlega ekki,“ sagði bóndi. „Mér þætti best að hann dræpist úr sulti." Nú leið svo heil vika, að umskiptingurinn fékkst ekki til að bragða á neinu. Konan bar honum allt hið besta, er hún átti í búrinu, en hann gretti sig og fussaði við öllu góðgætinu. Eitt kvöld leit helst út fyrir, að hann ætlaði að sálast úr hungri. En þá kom kötturinn hlaupandi inn í stof- una með rottu í kjaftinum. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.