Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 48

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 48
Hæ, duglega bökunarfólk! (Betra hefði verið að segja bakarar - en þá hefðuð þið líklega haldið að við værum að ávarpa þá iðnlærðu eina. . .) Eftir að við sendum efni í síðasta þátt til prentsmiðjunnar barst okkur bréf frá Líneyju Laxdal. Það hafði að geyma margar góðar uppskriftir. Enda þótt hún kalli sumt jólasæl- gæti þykir okkur sjálfsagt að birta þetta núna - að búa það til og borða léttir af okkur síðustu leifum skammdegisdrungans - en næst tökum við fyrir hollari rétti sem hæfa vel heilbrigðum lífsháttum! Knekk 2 dl rjómi 2 dl sykur 2 dl sýróp 1 dl möndlur 1 msk smjörlíki Sjóðið rjóma, sykur og sýróp við vægan hita án loks í 30-40 mín. Blandið þá í smjöri og möluðum möndlum. Hellið í konfektform og látið kólna. Fondant 1 pund flórsykur 1 tsk sítrónusafi 1 eggjahvíta matarlitur Sigtið flórsykurinn, bætið í sítrónusafa og eggjahvítunni þar til massinn verður mjúkur og teygjan- legur. Formið að vild en hafið flór- sykur undir þegar þið hnoðið. Kornflekskökur 250 g kókossmjör 225 g flórsykur 100 g kakó 2 tsk vanilludropar kornfleks (úr u. þ. b. einum pakka af venjulegri stærð) Bræðið kókossmjörið. Öllu hinu hrært saman í skál. Athugið að feit- in má ekki sjóða. Kókossmjörinu er hellt út í og hrært vel. Sett í toppa á bökunarplötu og látið storkna. Haf- ið smjörpappír undir. (Lík uppskrift var birt í jólablaðinu en hún var öllu erfiðari). Hnetusúkkulaði 50 g valhnetur 50 g heslihnetur 50 g möndlur 1-200 g suðusúkkulaði Hnetur og möndlur eru ristaðar á pönnu og saxaðar gróft. Súkkulað- ið er brætt yfir gufu og hnetum og möndlum bætt út í. Sett á smjör- pappír og breitt vel úr. Látið storkna og brotið í bita. FÖNDUR r- Hér sjáið þið hvernig þið getið teiknað skemmtilegar myndir hvert af öðru. Þið límið teiknipappírsörk á vegginn í hæfilegri hæð, síðan sest sá sem teikna á við teiknipappírinn eins og myndin sýnir. Lampa er stillt upp við hliðina á fyrirsætunni. Nú er aðeins eftir að teikna, og það ætti ekki að vera vandasamt. Sá sem situr fyrir verður auðvitað að vera grafkyrr. Góða skemmtun. Hér kemur annar teiknileikur og er hann öllu vandasamari, en með góðri æfingu ættuð þið að geta gert margar og skemmtilegar myndir. Þið látið kunningja ykkar hafa blað og blýant og segið honum að teikna óregluleg strik og bogalínur. Síðan eigið þið að halda áfram með teikninguna og búa til myndir úr strikunum. Þetta verður auðvitað erfitt til að byrja með en smám saman komist þið upp á lag með þetta. Hér á myndinni sjáið þið nokkur dæmi um þennan leik. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.