Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 25

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 25
JÚLÍUS Simpansinn Júlíus fæddist á annan dag jóla 1979 í dýra- garðinum í Kristiansand. Móðir hans var þá átta ára - á unglingsaldri ef við berum það saman við mannsævina. Eftir einn og hálfan mánuð hætti hún að sinna Júlíusi svo að umsjónarmenn dýragarðsins urðu að taka hann í fóstur. í rúmt eitt ár ólst Júlíus upp hjá tveimur fjölskyldum. Um hann var annast sem barn, bleyja var sett á hann og stund- um var hann færður í föt. Hann drakk úr pela, lék sér með börnunum á heimilunum og hegðaði sér eins og barn. Öllum þótti afar vænt um Júlíus en frá upphafi var ákveðið aö hann færi aftur í dýragarðinn til að lifa þar með öðrum öpum - ef þeir tækju við honum. Margir efuðust um það. Hann var látinn venjast við veru í garðinum smám saman og svo vel tókst til að hann samdi sig að háttum apa og þeir sam- þykktu hann. í dýragarðinum í Kristiansand er öpun- um ekki haldið stöðugt í búrum, þeir geta farið frjálsir um litla eyju. Mikill fjöldi fólks kemur þar til að fylgjast með dýrunum og Júlíus er eftirlæti allra. i fyrra kom út bók um hann hjá útgáfufyrirtækinu Cappelen í Noregi og þættir um hann hafa verið sýndir í norska sjónvarpinu. Myndirnar eru úr bók- inni. Gaman væri að vita hvort einhverjir af lesendum Æskunnar hafa séð Júlíus. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.