Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 52

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 52
Ef Bíbí segist ætla að fara á fætur klukkan sex, þá fer hún á fætur klukkan sex. Hún er ein af þeim, sem eru þann- ig gerðir, að það er eins og inni í þeim sé klukka, sem aldrei geti skeikað í rásinni. Finnst ykkur þess háttar úr ekki skrítin? Margir menn geta vaknað stundvíslega, hvenær sem þeim sýnist, og þegar þeir vakna, vita þeir ósjálfrátt, hvað tímanum líður, án þess að þeir líti á klukkuna. En margir menn hafa aldrei hugmynd um hvað klukkan er. Bíbí fór á fætur klukkan sex og læddist eins og köttur út úr húsinu án þess að drekka morgunkaffi með blessuðum heiðurs- kerlingunum, sem hún bjó hjá. Hún þýt- ur út í kirkjugarð og æðir um garðinn. En allt í einu kemur henni það í hug, að hún hefur gleymt blómunum. Ekki getur hún þó farið til að óska henni mömmu sinni til hamingju á afmælisdaginn án þess að færa henni blóm eða einhverja gjöf? Það getur hún ekki. Hún snýr við og hleypur eins og fætur toga til torgs- ins til þess að kaupa blóm. En þá man hún eftir því, að hún á ekki grænan eyri! Nú verður hún að flýta sér allt hvað af tekur að vinna sér inn peninga. Henni tekst ekki að finna eina einustu flagg- stöng í neinum garði, né þvottastag í porti. Hún vill síst af öllu þreyta íþróttina miklu, því að nú, þegar hún er nýbúin að eignast litastokkinn, iðar hún öll í skinninu af áhuga fyrir því að teikna og mála, svo að um muni. Og ef hún sær- ist á fingurgómunum eru henni allar bjargir bannaðar í þeim efnum En allt í einu dettur henni snjallræði í hug. - Skyldi nokkur maður geta látið sér detta í hug, hvað hún tekur sér fyrir hendur? í dag er torgdagur. Á öllu torginu úir og grúir af bændum. Bíbí sest á hækjur á steintröppu og byrjar að teikna alla þá menn, sem henni finnast skrítnir. Blýanturinn þýtur eftir pappírnum. Bíbí rennir huganum til hennar mömmu sinnar, sem á afmæli í dag og liggur þarna út frá og bíður eftir hamingjuóskum, blómum og gjöfum. Blýanturinn skeiðar eftir blaðinu. Ýmist dregur Bíbí upp þrekvaxinn bónda, sem er þannig ásýndum, að vel mætti ætla, að hann ætti alla Danmörku og auk þess nokkuð af Noregi, eða hún teiknar konu, sem heldur á búri með hvítum dúfum í. Þarna kemur kona með eggja- körfu á höfðinu, og þarna situr góðleg, gömul kona með heila hersingu af kál- höfðum, rauðrófum og baunum um- hverfis sig. Þarna er ein af glæsilegustu frúnum í borginni á gangi á torginu, og skammt á eftir henni kemur vinnukona hennar og heldur á torgkörfunni. Frúin er auðvitað allt of fín til þess að bera körfuna sjálf! Bíbí teiknar í sífellu. Tungan iðar í Bíbí situr og fiýtir sér aö teikna skrítnu karlana sína. munninum á henni, rétt eins og hún væri að teikna þar, sjálfri sér til ánægju. Bíbí hefur heyrt getið um mann, sem hafði misst handleggina; hann gat teiknað með fótunum. Bíbí hugsar með sjálfri sér, að þetta skuli hún annars reyna. Tærnar iða innan í skónum. Hún finnur það glöggt, að hún getur líka teiknað með tánum. Loks hefur hún dregið upp tólf myndir í mesta flýti. Tvær af þeim eru heildarmyndir af torginu ásamt kirkjunni með flata kirkju- turninum. Hún hleypur inn til kaup- mannsins, vinar síns, og fær léða hjá honum peninga fyrir fjórar tylftir af teiknibólum. Síðan þýtur hún út að kirkjudyrum og festir þar upp með teiknibólum myndirnar tólf, allar með tölu en sjálf stendur hún hjá þeim. Fólk er varla svo skyni skroppið, að það skilji ekki, til hvers leikurinn er gerður. Og það líður heldur ekki á löngu, þar til fólk tekur að þyrpast að, heil kös af fólki. Það er naumast það hlær og gefur hvert öðru olnbogaskot. Og heyrið þið hve mikið það hrósar henni Bíbí! Hvað skyldi svona mynd kosta? Bíbí er svo stórtæk, að hún er dauðhrædd um, að sér svelgist á, er hún nefnir upphæðina: - Fimmtíu aura hver mynd, segir hún; því að í dag þarf hún sannarlega á peningum að halda. Hvað haldið þið, að gerist? Áður en fimm mínútur eru liðnar, hefur hún selt allar myndirnar! Þarna stendur Bíbí með sex krónur í silfri og kopar. Sigri hrósandi skundar hún inn til vinar síns og endurgreiðir honum andvirði teiknibólanna, en að því búnu þýtur hún aftur út á torgið, þangað sem fallegustu blómin eru seld. Henni finnst hún aldrei vera búin að kaupa nægilegt. í einum staðnum kaupir hún einn blómvönd, í öðrum staðnum tvo. Hvílíkar rósir og skrautblóm! ÆSKAN 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.