Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 15

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 15
Almar og Ellert Danelíussynir BINGQIÐ SKEMMTILEGAST sagði hún. „Við syngjum, ferðumst, gefum út blað og fáum gesti. Af gestum má nefna Þorvarð Örnólfs- son hjá Krabbameinsfélaginu sem nokkrum sinnum hefur komið hing- að til að fræða okkur um skaðsemi tóbaks, einnig prest sem eitt sinn starfaði við kristniboð í Afríku og ég man ekki lengur hvað heitir." Blaðið, sem Ingibjörg minntist á, heitir Kvisturinn okkar. Fyrsta tölu- blaðið leit dagsins Ijós á þessum fundi. í blaðinu kennir ýmissa grasa, s.s. viðtals við áðurnefndan Þorvarð Örnólfsson; sagt er frá vor- móti barnastúknanna í Galtalækjar- skógi síðastliðið vor, uppskrift er að hamingjunni, brandarar eru í blaðinu og ýmislegt fleira. Ingibjörg er í ritnefndinni og hún sagði að það hefði farið nokkur tími í að taka efnið saman en þau ætluðu að halda útgáfunni áfram. -Ætlarðu að halda áfram að starfa í stúkunni, Ingibjörg? „Já, á meðan ég hef aldur til að vera í barnastúku," sagði hún. BRÓÐIRINN Við hliðina á Guðrúnu Margréti sátu Almar og Ellert Danelíus- synir. Þeir eru 9 ára og eru í 3. bekk í Fellaskóla. „Við höfum verið eitt ár í stúku,“sögðu þeir. -Hvað finnst ykkur skemmti- legast að gera á fundunum? „Spila bingó." -En að syngja? Það komu vöflur á þá. „Nei-i, það er ekki eins gaman. Við syngjum lítið.“ -Hafið þið farið í ferðalag með stúkusystkinunum? „Nei, ekki ennþá.“ Þeir sögðu að tólf ára systir þeirra væri í stúkunni og bentu okk- ur á hana hinum megin í salnum. Svo voru þar tvær stelpur úr bekkn- um þeirra. Fleiri bekkjarsystkini væru ekki með. Nú var liðið á fundinn og Rebekka söngstjóri bað félagana að taka upp fjölritað söngblað sem hún hafði dreift. Hópurinn söng „Hér er ég, lítill templar, í íslands varnarher" eftir Halldór Kristjáns- son frá Kirkjubóli en hann og Rebekka Eiríksdóttir, kona hans hafa starfað mikið með barna- stúkunni Kvisti. Gæslumaður stúk- unnar er Katrín Eyjólfsdóttir. Síðustu tónar lagsins voru að deyja út þegar við Heimir Ijós- myndari fórum af fundi. í STÚKU Við röbbuðum líka við Guðrúnu Margréti Kjartansdóttur, 10 ára. Hún er í Fellaskóla og hefur verið eitt ár í Kvisti. „Mætirðu á alla stúkufundina, Guðrún Margrét?“ „Já, þegar ég get. Hér er svo gaman." „Eru systkini þín í stúku?“ „Já, bróðir minn. Hann er ellefu ára.“ Guðrún Margrét sagðist ætla að vera lengi enn í stúkunni og e.t.v. að ganga í fullorðinnastúku síðar. HAMINGJUUPPSKRIFTIR Að lokum birtum við hamingju- uppskrift úr Kvistinum okkar, blaðinu sem áður hefur verið minnst á í greininni. Uppskriftin er svona og kannski vill einhver not- ast við hana: „2 sléttfullir bollar af þolinmæði, 1 hjartafylli af kærleika, slatti af hlátri, höfuðfylli að skilningi, vætið örlátlega með góðvild, látið nóg af trú og blandið vel, breiðið yfir heila mannsævi. Berið á borð fyrir alla sem þið mætið.“ —E.l. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.