Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Síða 15

Æskan - 01.01.1984, Síða 15
Almar og Ellert Danelíussynir BINGQIÐ SKEMMTILEGAST sagði hún. „Við syngjum, ferðumst, gefum út blað og fáum gesti. Af gestum má nefna Þorvarð Örnólfs- son hjá Krabbameinsfélaginu sem nokkrum sinnum hefur komið hing- að til að fræða okkur um skaðsemi tóbaks, einnig prest sem eitt sinn starfaði við kristniboð í Afríku og ég man ekki lengur hvað heitir." Blaðið, sem Ingibjörg minntist á, heitir Kvisturinn okkar. Fyrsta tölu- blaðið leit dagsins Ijós á þessum fundi. í blaðinu kennir ýmissa grasa, s.s. viðtals við áðurnefndan Þorvarð Örnólfsson; sagt er frá vor- móti barnastúknanna í Galtalækjar- skógi síðastliðið vor, uppskrift er að hamingjunni, brandarar eru í blaðinu og ýmislegt fleira. Ingibjörg er í ritnefndinni og hún sagði að það hefði farið nokkur tími í að taka efnið saman en þau ætluðu að halda útgáfunni áfram. -Ætlarðu að halda áfram að starfa í stúkunni, Ingibjörg? „Já, á meðan ég hef aldur til að vera í barnastúku," sagði hún. BRÓÐIRINN Við hliðina á Guðrúnu Margréti sátu Almar og Ellert Danelíus- synir. Þeir eru 9 ára og eru í 3. bekk í Fellaskóla. „Við höfum verið eitt ár í stúku,“sögðu þeir. -Hvað finnst ykkur skemmti- legast að gera á fundunum? „Spila bingó." -En að syngja? Það komu vöflur á þá. „Nei-i, það er ekki eins gaman. Við syngjum lítið.“ -Hafið þið farið í ferðalag með stúkusystkinunum? „Nei, ekki ennþá.“ Þeir sögðu að tólf ára systir þeirra væri í stúkunni og bentu okk- ur á hana hinum megin í salnum. Svo voru þar tvær stelpur úr bekkn- um þeirra. Fleiri bekkjarsystkini væru ekki með. Nú var liðið á fundinn og Rebekka söngstjóri bað félagana að taka upp fjölritað söngblað sem hún hafði dreift. Hópurinn söng „Hér er ég, lítill templar, í íslands varnarher" eftir Halldór Kristjáns- son frá Kirkjubóli en hann og Rebekka Eiríksdóttir, kona hans hafa starfað mikið með barna- stúkunni Kvisti. Gæslumaður stúk- unnar er Katrín Eyjólfsdóttir. Síðustu tónar lagsins voru að deyja út þegar við Heimir Ijós- myndari fórum af fundi. í STÚKU Við röbbuðum líka við Guðrúnu Margréti Kjartansdóttur, 10 ára. Hún er í Fellaskóla og hefur verið eitt ár í Kvisti. „Mætirðu á alla stúkufundina, Guðrún Margrét?“ „Já, þegar ég get. Hér er svo gaman." „Eru systkini þín í stúku?“ „Já, bróðir minn. Hann er ellefu ára.“ Guðrún Margrét sagðist ætla að vera lengi enn í stúkunni og e.t.v. að ganga í fullorðinnastúku síðar. HAMINGJUUPPSKRIFTIR Að lokum birtum við hamingju- uppskrift úr Kvistinum okkar, blaðinu sem áður hefur verið minnst á í greininni. Uppskriftin er svona og kannski vill einhver not- ast við hana: „2 sléttfullir bollar af þolinmæði, 1 hjartafylli af kærleika, slatti af hlátri, höfuðfylli að skilningi, vætið örlátlega með góðvild, látið nóg af trú og blandið vel, breiðið yfir heila mannsævi. Berið á borð fyrir alla sem þið mætið.“ —E.l. 15

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.