Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 44

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 44
HALLÓ BÖRN Það er gaman hvað þið hafið ver- ið dugleg að skrifa okkur. Bréfin streyma inn og núna í byrjun jan- úarmánaðar bíða rúm þrjátíu birt- ingar. Það gefur því auga leið að þau komast ekki öll að. En allar bendingar og óskir komast samt sem áður til skila. Það ætti að vera svolítil huggun. Haldið áfram að skrifa okkur, spyrja og láta í Ijós álit ykkar. Æskupósturinn á að þjóna lesendum sínum. Hér koma svo bréf sem dregin voru úr bunkanum til birtingar í þessu blaði: Vantar þig erlendan pennavin? Kæra Æska. Ég á marga pennavini um allan heim. Ef einhverjir hafa áhuga á að skrifa blöðum og biðja um penna- vini þá birti ég hér þrjú heimilisföng blaða sem hægt er að skrifa til: Barnebladet Junior Brendstupsvej 119 Árhus Danmark. Norsk barneblad Akersgata 7 Oslo Norge. Kameratposten Sveováget 53 Stockholm Sverige. Kveðja, Guðrún Kristinsdóttir Vesturbergi 54 109 Reykjavík. Gaman að Tomma og Jenna Kæra Æska Ég sá í Æskupóstinum um dag- inn að tvær stelpur voru ekki hrifnar af Tomma og Jenna. Ég vil benda þeim á að slökkva á sjónvarpinu þegar þeir byrja. Annars bíður systir mín, sem er tveggja ára, alla vikuna eftir þeim. Kær kveðja S.G. Tvö bréf um Tomma og Jenna Ágæti Æskupóstur. Ég hef ekkert nema gott að segja um Æskuna og les hana oft mér til ánægju. í síðustu Æskublöðum hafa krakkar verið að kvarta og kveina yfir ofbeldi í Tomma og Jenna þáttunum. Ég er ekki sam- mála þeim því mér finnst þeir eitt af því skemmtilegasta í sjónvarpinu. Það væri fráleitt að banna þá. í sama streng tekur yngri bróðir minn. Hann bíður spenntur eftir næsta þætti og hvorki ég né hann förum að brynna músum yfir óför- um Tomma kattar. Kær kveðja, Stína Tóta. Fröken Æska. Ég vildi ræða málið um Tomma og Jenna. Ég er alls ekki sammála stelpunum um það að ofbeldi sé í myndunum. Það er firra. Þetta er það besta sem litlu krakkarnir horfa á í sjónvarpinu. Kristinn Óskarsson, Birkihlíð 6 900 Vestmannaeyjum. Skrifið um hesta Kæra Æska Ég vil byrja á því að þakka gott blað og mér finnst Æskan vera miklu betri núna en síðasta vetur. Ég hef mikinn áhuga á hestum og mig langar til að biðja ykkur að hafa eitthvað um þá í blaðinu. Skrif- ið líka um hestamenn og birtið myndir. Hafið svo fleiri viðtöl við börn og unglinga. Einnig meira af sögum og skrítlum. Tomma og Jenna á ekki að banna. Þeir eru ágætir. Kveðja, K.B.G. Plakat af Nenu Kæra Æska Er möguleiki að þið getið birt plakat af Nenu? Þökk fyrir frábært blað. Sylvía Steinunn. Við getum skrifað það hjá okk- ur, Sylvía. Við erum með tuttugu óskir um plaköt þannig að tíminn verður að leiða í Ijós hvort af því getur orðið. Skrifið meira um leikara Kæra Æska. Ég er hér ein úr Reykjavík. Og ég les alltaf Æskuna. Ég þakka gott blað. Þó vil ég að meira verði skrif- að um leikara. Ég er ekki sammála því að láta banna Tomma og Jenna. Þeir eru nefnilega í uppáhaldi hjá mér. Kær kveðja, Ásta Ósk. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.