Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 34

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 34
Nýtt heimili Feröin gekk vel, og 11. júní 1687 vorum við komnir á skipaleguna viö Spithead. Mér var ómögulegt aö lýsa tilfinningum þeim, er gagntóku mig, þegar ég sá aftur strandir fósturjarðar minnar. Þarna lágu borgirnar Portsmouth og Gosport, sem ég þekkti svo vel. Þarna gnæföi eyjan Wight upp úr sjónum í allri fegurð sinni. Ég fór nú meö Frádegi til Portsmouth og fengum við okkur þar miðdegisverð. Frjádag fannst svo mikið um allt, sem fyrir hann bar, að honum féllust orð til að lýsa undrun sinni. Um nónbil ókum við af stað með póstvagni til Lundúnaborgar. Skyldu nú foreldrar mínir vera á lífi? Það var sú hugsun, sem ríkast vakti fyrir mér af öllu. Ég átti ýmsa ættingja í Lundúnaborg og leitaði ég fyrst á fund þeirra til að fá vitneskju um foreldra mína. Varð ég þá þess vís, að móðir mín var dáin fyrir löngu, en faðir minn var enn á lífi. Þá fékk ég mér óðara leiguvagn og ók til Jórvíkur. Daginn eftir um hádegisbil kom ég til ættborgar minnar. Fyrir utan borgina er kirkjugarður, og fór ég þangað með Frjádegi, því ég gerði ráð fyrir, að þar mundi móðir mín vera grafin. Ég spurði einn af kirkju- garðs þjónunum, hvar hún væri jörðuð, og fylgdi hann mér að gröf einni, er stóð á svartur kross, sem biðbendi vafði sig upp með. Á krossinurh stóð þessi orð: Frá sorg og mæðu sárri hér. í sæluvist hún burtflutt er. „Ég hefi líka verið þér til mæðu, móðir mín elsku- leg!“ kallaði ég og féll grátandi á kné við gröfina. En hvernig sem ég andvarpaði frá hjartans innsta grunni, þá dugði það ekki - gröfin gaf ekkert svar. Allt um það varð ég bráðum rólegri, ég fann það á mér, að hinn himinsæli andi móður minnar mundi fyr- irgefa mér. Ég sneri aftur til vagnsins og ók til gestgjafahúss- ins, sem var skammt frá húsi föður míns. Gestgjafinn var skólabróðir minn og vinur, og þegar ég hafði sagt honum til mín, þá lá honum við að ærast af fögnuði, og kallaði hann þegar á konu sína og bað hana að koma með vín. „Ekki í dag, vinur minn!“ sagði ég, „ég verð fyrst að finna föður minn og biðja hann fyrirgefningar". „Nei, í öllum bænum, gerðu það ekki“, sagði vinur minn, „það verður dauði föður þíns, ef þú gefur þig í Ijós við hann svo snögglega“. „Einmitt þess vegna ætlaðist ég til að þú skyldir undirbúa hann“, sagði ég. „Farðu til hans og segðu honum, að í gistihús þitt sé kominn ókunnugur maður frá Brasilíu, sem verið hafi í kunningsskap við son hans. Ef hann þá segir, að sig langi til að tala við þennan ókunnuga mann ti þess að spyrja tíðinda frá mér, þá láttu sækja mig“. Vinurinn fór nú, en ég stóð eftir við gluggann og barðist hjartað ótt í brjósti mér. Að tíu mínútum liðnum kom hann aftur og gerði mér bendingu neðan frá strætinu, en ég flýtti mér óðara út og gengum við svo í hús föður míns. Ég skalf á beinunum, þegar ég var kominn inn á forstofu gólfið, og var mér þungt fyrir brjósti. „Faðir þinn varð frá sér numinn af fögnuði, þegar hann heyrði, að þú værir á lífi“, sagði vinurinn. „Gerðu honum ekki þegar að bragði uppskátt, hver þú ert, en segðu honum fyrst nokkuð frá syni hans“. Að svo mæltu lauk hann upp dyrunum. Ég sá þá, hvar minn gamli og æruverðugi faðir sat í hæginda- stól, og var auðséð á svipinum, að honum var mikið niðri fyrir af fögnuði. Hann var orðinn hvítur fyrir hærum og lotinn af elli. Og jafnskjótt sem ég hafði hneigt mig og heilsað honum, ætlaði ég að tala, en gat engu orði upp komið, ég fann, að eftir fyrsta orðið, sem ég talaði, mundi gráturinn grípa fyrir mál mitt. Vinurinn hnippti í mig, en þegar það dugði ekki heldur, tók hann til máls og sagði, að ég væri þessi kaupmaður frá Brasilíu, sem hafði hitt son hans í besta gengi, og hefði ýmsar útréttingar á hendi fyrir hann. Þar með tók hann mig við hönd sér og leiddi Hvar eru hýenurnar tvær? 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.