Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 23

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 23
En áfram var haldið. Og þá kom- um við að því sem síðar varð eftir- minnilegast frá þessari ferð. Stað- næmst var í borginni Toulon sem er í námunda við Marseilles. Þá not- aði Jean Jacques tækifærið til þess að koma í eitt af fangelsum borgar- innar. Til þess lágu þau rök að í heimaþorginni Genf vann hann að ýmsum líknarmálum og lagði m. a. lið sitt til þess að bæta kjör fanga. Nú vildi hann sjá hvernig farið væri með þá í Toulon. Þar voru þeir hlekkjaðir. Hópar óhreinna og tötr- um klæddra fanga drógu hlekkina á eftir sér. Við vitum ekki hvernig góðborgaranum Jean Jacques varð við þessa sjón en Henry syni hans varð hún ógleymanleg alla tíð síðan. Þessi skelfilega sjón varð honum ætíð í barnsminni. Vitnis- burðurinn sem við eigum um það er bréf sem hann - þá sex ára gamall - ritaði afa sínum. Þar segir hann honum frá þessum ægilega atburði og bætir við: „Þegar ég er orðinn stór ætla ég að leysa fangana úr fjötrum með því að skrifa um þá bók.“ Þetta bréf er enn geymt í safni sem síðar var komið upp til minningar um manninn sem ritaði það. Það er geymt vegna þess að það er fyrsti óræki vitnisburðurinn um að þegar í barnæsku var ævi- braut hans örugglega mörkuð, stefnan tekin til þeirra markmiða sem hann átti síðar eftir að keppa að alla ævi. Drengurinn Henry Dunant átti sannarlega eftir að standa við það fyrirheit sem hann gaf afa sínum. Af öllum þeim mannúðarmálum sem hann lagði lið á löngu æviskeiði verður það eftirminnilegast að hann stofnaði Rauða krossinn með hjálp góðra manna. Það gerðist árið 1863. í upphafi voru fáir sem trúðu því að Rauðakrosshugsjón hans um alþjóðlegan félagsskap til líknar særðum og hrjáðum yrði nokkurn tíma að veruleika. Hann trúði því örugglega. Og honum varð að þeirri trú því að í dag er Rauði krossinn orðinn samtök um 250 milljóna manna sem starfa í 130 þjóðlöndum. Dunant ritaði margar bækur þar sem hann gerði tillögur um aukna miskunn í samskiptum allra manna, þar með talin bætt kjör fanga. Og þannig stóð hann við fyrirheitið sem hann, aðeins sex ára gamall, gaf afa sínum í bréfinu fræga. Hér verður hvorki rakin saga Henry Dunants né Rauða krossins en einungis minnt á að þessi mikli velgerðamaður mannkynsins var ekki nema sex ára gamall þegar hann ákvað að verja lífi sínu til að bæta úr böli, draga úr þjáningum, líkna bágstöddum. Sagan um drenginn sem komst við af því að sjá hlekkjuðu fangana er rifjuð hér upp af tveim ástæðum. í fyrsta lagi til þess að minna á að félagsskapurinn sem hann stofnaði á 60 ára afmæli hér á íslandi á þessu ári og í öðru lagi til þess að vekja á því athygli að því fyrr á lífsleiðinni sem ákvörðun er tekin um að auðsýna öllum mönnum miskunn því auðveldara mun reyn- ast að verja ævinni þannig, að þeg- ar henni er lokið eigi samtíðin ekk- ert annað en góðar endurminning- ar um þann sem þá hefur gengið ævibrautina til enda. Milljónir manna um allan heim eru ekki einunais þakklátir Henry Dunant fyrir brautryðjendastörf hans. Þeir þakka einnig öllum þeim sem ákváðu að feta þá braut sem hann ruddi. Margir þeirra tóku snemma á ævinni ákvörðun um að reyna alltaf að verða öðrum sem oftast til líknsemdar. Þess vegna er þeirra nú minnst með þökkum. Og af þeim sökum ráðleggjum við les- endum ÆSKUNNAR að fara að fordæmi Dunants og sporgöngu- manna hans, ákveða strax að leggja lið til þess að leysa hlekki, fara að þeirra gömlu og góðu lífs- reglu að auðsýna öðrum aldrei annað en það sem við viljum sjálf fá að njóta frá samferðamönnum okkar. SMAVAXINN KNAPI Sarah Loyd er ekki orðin fimm ára enn, en hún á þegar mörg verðlaun, sem hún hefur fengið fyrir reiðmennsku í sínum ald- ursflokki. - Sarah á heima á bóndabæ í Brighouse í York á Englandi og móðir hennar er reiðkennari. Þess vegna var Sarah var farin að læra hesta- mennsku svo að segja um leið og hún lærði að ganga. Hún á sjálf lítinn hest, sem hún kallar Konung. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.