Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 19

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 19
FENGU GULLVERÐLAUN í TEIKNISAMKEPPNI Kolbrún Inga Jónsdóttir og Geir Vilhjálmsson, sem bæöi eru 11 ára við Glerárskólann á Akureyri, hlutu gullverðlaun fyrir myndir í Kangava biennalinum, sem er nafn á heims- sýningu barnamyndlistar og hefur að markmiði að efla sameiginlegan skilning á lífi og menningu allra þjóða og gefa börnum tækifæri til listrænnar myndsköpunar. Alls bár- ust á sýninguna að þessu sinni 16.399 myndir eftir börn frá 80 þjóðlöndum. Blaðið Dagur á Akureyri átti ný- lega samtal við Kolbrúnu Ingu Jónsdóttur: „Við áttum ekki neina von að vinna þegar við sendum inn myndirnar. Myndin sem ég sendi var af stelpum í snú snú, teiknuð með tússlitum en ég man ekki af hverju myndin var sem Geir sendi inn, segir Kolbrún Inga sem teikn- aði verðlaunamyndina í byrjun síð- asta árs. - Hvenær fékkst þú að vita um verðlaunin? - Það var í september s. I. að ég fékk að vita að ég hefði fengið þessi verðlaun. Geir Vilhjálmsson og Kolbrún Inga Jónsdóttir með gullverðlaun sín. Gullverðlaunamynd Kolbrúnar Ingu Jónsdóttur. - Teiknarðu mikið? - Ég er alltaf að teikna og satt að segja þá teikna ég miklu betur núna en þegar ég gerði þessa verðlaunamynd. Ég er búin að vera í teikningu síðan ég var átta ára og mér fer alltaf fram“. Kennari verðlaunahafanna var Finnið skóinn Allir herrarnir eru sendir útfyrir. Döm- urnar fara allar úr skónum og setja þá í hrúgu á mitt gólfið og setjast síðan í sæti sitt. Nú koma herrarnir inn, taka eitt par af skóm og máta það á ein- LEIKIR hverja dömuna. Ef þeir ekki passa, verður hann að skila skónum aftur í hrúguna og reyna við aðra, því hann má ekki reyna nema einu sinni við hverja skó. Sá, sem fyrst finnur sína Öskubusku, hefur unnið. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.