Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1984, Page 19

Æskan - 01.01.1984, Page 19
FENGU GULLVERÐLAUN í TEIKNISAMKEPPNI Kolbrún Inga Jónsdóttir og Geir Vilhjálmsson, sem bæöi eru 11 ára við Glerárskólann á Akureyri, hlutu gullverðlaun fyrir myndir í Kangava biennalinum, sem er nafn á heims- sýningu barnamyndlistar og hefur að markmiði að efla sameiginlegan skilning á lífi og menningu allra þjóða og gefa börnum tækifæri til listrænnar myndsköpunar. Alls bár- ust á sýninguna að þessu sinni 16.399 myndir eftir börn frá 80 þjóðlöndum. Blaðið Dagur á Akureyri átti ný- lega samtal við Kolbrúnu Ingu Jónsdóttur: „Við áttum ekki neina von að vinna þegar við sendum inn myndirnar. Myndin sem ég sendi var af stelpum í snú snú, teiknuð með tússlitum en ég man ekki af hverju myndin var sem Geir sendi inn, segir Kolbrún Inga sem teikn- aði verðlaunamyndina í byrjun síð- asta árs. - Hvenær fékkst þú að vita um verðlaunin? - Það var í september s. I. að ég fékk að vita að ég hefði fengið þessi verðlaun. Geir Vilhjálmsson og Kolbrún Inga Jónsdóttir með gullverðlaun sín. Gullverðlaunamynd Kolbrúnar Ingu Jónsdóttur. - Teiknarðu mikið? - Ég er alltaf að teikna og satt að segja þá teikna ég miklu betur núna en þegar ég gerði þessa verðlaunamynd. Ég er búin að vera í teikningu síðan ég var átta ára og mér fer alltaf fram“. Kennari verðlaunahafanna var Finnið skóinn Allir herrarnir eru sendir útfyrir. Döm- urnar fara allar úr skónum og setja þá í hrúgu á mitt gólfið og setjast síðan í sæti sitt. Nú koma herrarnir inn, taka eitt par af skóm og máta það á ein- LEIKIR hverja dömuna. Ef þeir ekki passa, verður hann að skila skónum aftur í hrúguna og reyna við aðra, því hann má ekki reyna nema einu sinni við hverja skó. Sá, sem fyrst finnur sína Öskubusku, hefur unnið. 19

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.