Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 42

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 42
SÆNSKA ROKKHLJOMSVEITIN ATTENTAT íslenskir fjölmiðlar gefa popp- músík annarra norrænna þjóða lít- inn gaum. Að vísu hefur Sjónvarpið kynnt sænsku hljómsveitina Abba betur en flestar aðrar hljómsveitir. Einnig heyrist stundum í dönsku popphljómsveitinni Shu-bi-dua í út- varpinu. Að öðru leyti kynna fjöl- miðlarnir aðallega engilsaxneska músík. Skv. niðurstöðum norrænu mús- íkráðstefnunnar, sem haldin var í Noregi s.l. haust á vegum NOMUS, er íslenska hljómsveitin EGÓ best allra skandinavískra hljómsveita. Engu að síður eiga aðrar norrænar þjóðir vel frambærilegar popp- hljómsveitir. Ein slík er sænska rokkhljómsveitin ATTENTAT. Hún var sett á laggirnar 1978. í upphafi var Attentat pönkrokk- hljómsveit. En með tíð og tíma hef- ur rokkið hjá þeim mýkst og fágast. Attentat er skipuð fjórum ungum piltum með hefðbundin rokkhljóð- færi (gítara, bassa og trommur). Þeir hafa spilað inn á tvær plötur. Á plötunum njóta þeir aðstoðar ým- issa blásara. Plöturnar hafa fengið mjög góða dóma. Samt sem áður er Attentat fyrst og fremst hljómleikahljóm- sveit. Að sögn kunnugra ná þeir upp allt að því eins góðri stemmingu og Bubbi Morthens þeg- ar best lætur. VISSIR ÞU — að Mike Pollock, söngvari Frakkanna er mágur óperusöng- konunnar Sigrúnar Hjálmtýs- dóttir. Hann er kvæntur systir Sigrúnar. — að Ellý söngkona Q4U og Gunnþór bassaleikari Q4U eru hjón. — að þótt Siggi pönkari sé bæði pönkari og anarkisti þá lét hann gifta sig á borgaralega vísu í fyrra. - að Svavar Gestsson fyrr- verandi ráðherra var söngvari í rokkhljómsveit í Borgarfirðinum þegar hann var táningur. Þá vakti Svavar athygli fyrir hressi- lega sviðsframkomu. - að Bítlalagið „Yesterday" hefur verið hljóðritað í fleiri út- setningum en nokkurt annað lag. Það hefur verið hljóðritað í rúmum 1300 útgáfum!!! - að lag Bob Dylans „Blowin’ in the Wind“ hefur verið sungið inn á plötur á fleiri tungumálum en nokkurt annað lag. Skráðar þýðingar á þessum vinsæla söng eru hátt á annað hundrað. Þ. á m. er íslensk útfærsla sem Ragnar Bjarnason söng fyrir nokkrum árum. Gott ef hún hét ekki „Svarið er hverfult því það enginn veit“ eða eitthvað í þá átt- ina. 42 UMSJON JENS GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.