Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1984, Qupperneq 42

Æskan - 01.01.1984, Qupperneq 42
SÆNSKA ROKKHLJOMSVEITIN ATTENTAT íslenskir fjölmiðlar gefa popp- músík annarra norrænna þjóða lít- inn gaum. Að vísu hefur Sjónvarpið kynnt sænsku hljómsveitina Abba betur en flestar aðrar hljómsveitir. Einnig heyrist stundum í dönsku popphljómsveitinni Shu-bi-dua í út- varpinu. Að öðru leyti kynna fjöl- miðlarnir aðallega engilsaxneska músík. Skv. niðurstöðum norrænu mús- íkráðstefnunnar, sem haldin var í Noregi s.l. haust á vegum NOMUS, er íslenska hljómsveitin EGÓ best allra skandinavískra hljómsveita. Engu að síður eiga aðrar norrænar þjóðir vel frambærilegar popp- hljómsveitir. Ein slík er sænska rokkhljómsveitin ATTENTAT. Hún var sett á laggirnar 1978. í upphafi var Attentat pönkrokk- hljómsveit. En með tíð og tíma hef- ur rokkið hjá þeim mýkst og fágast. Attentat er skipuð fjórum ungum piltum með hefðbundin rokkhljóð- færi (gítara, bassa og trommur). Þeir hafa spilað inn á tvær plötur. Á plötunum njóta þeir aðstoðar ým- issa blásara. Plöturnar hafa fengið mjög góða dóma. Samt sem áður er Attentat fyrst og fremst hljómleikahljóm- sveit. Að sögn kunnugra ná þeir upp allt að því eins góðri stemmingu og Bubbi Morthens þeg- ar best lætur. VISSIR ÞU — að Mike Pollock, söngvari Frakkanna er mágur óperusöng- konunnar Sigrúnar Hjálmtýs- dóttir. Hann er kvæntur systir Sigrúnar. — að Ellý söngkona Q4U og Gunnþór bassaleikari Q4U eru hjón. — að þótt Siggi pönkari sé bæði pönkari og anarkisti þá lét hann gifta sig á borgaralega vísu í fyrra. - að Svavar Gestsson fyrr- verandi ráðherra var söngvari í rokkhljómsveit í Borgarfirðinum þegar hann var táningur. Þá vakti Svavar athygli fyrir hressi- lega sviðsframkomu. - að Bítlalagið „Yesterday" hefur verið hljóðritað í fleiri út- setningum en nokkurt annað lag. Það hefur verið hljóðritað í rúmum 1300 útgáfum!!! - að lag Bob Dylans „Blowin’ in the Wind“ hefur verið sungið inn á plötur á fleiri tungumálum en nokkurt annað lag. Skráðar þýðingar á þessum vinsæla söng eru hátt á annað hundrað. Þ. á m. er íslensk útfærsla sem Ragnar Bjarnason söng fyrir nokkrum árum. Gott ef hún hét ekki „Svarið er hverfult því það enginn veit“ eða eitthvað í þá átt- ina. 42 UMSJON JENS GUÐMUNDSSON

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.