Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 21

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 21
- Viö hvaða aldur miðið þið Stundina okkar? „Frá þriggja ára til níræðs." Ása og Þorsteinn sögðust ekki geta tekið allt það efni sem þau vildu. Það er vegna þess að þau hafa ekki nema takmarkað fé til ráðstöfunar. Ef þau hefðu frjálsar hendur fengju þau fleiri leikara og rithöfunda til að semja og flytja efni. Svo vantar oft lítið á að hægt sé að hjálpa börnunum að gera efni þeirra þannig úr garði að það verði hæft til flutnings. Þau hafa sjálf lítinn tíma til þess. Blaðamaður spurði næst hvenær samstarf þeirra hefði hafist. „Það hófst í útvarpinu fyrir nokkrum árum. Þá fluttum við þætti um bókina Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson. Síðan unnum við saman að þættinum Hrímgrund, útvarpi barn- anna. Ekki hjón - En hvernig er það, eruð þið hjón? „Nei, við erum ekki hjón,“ sögðu þau og hlógu við. Greinilegt að þau voru ekki óvön spurningunni. „Maðurinn minn er stundum spurður að því út í búð hvort hann ætli að halda áfram með þættina með konunni sinni,“ sagði Ása. - Verðurðu þess vör að margir þekkja þig? „Já, börnin vilja gjarnan tala við mig, þegar þau sjá mig. Ég get sagt frá einu skemmtilegu atviki sem gerðist nýlega. há var ég á leið til Kaupmannahafnar að skoða filmur fyrir Stundina. Þetta var klukkan fimm á sunnudegi. Þegar ég er að koma mér fyrir í sætinu mínu í flugvélinni þá tek ég eftir því að lítil telpa í næsta sæti fyrir aftan starir á mig. Hún var með spurnarsvip og ég beið eftir að hún talaði við mig. Það stóð heima. Ég var ekki fyrr sest en hún bankaði í öxlina á mér og sagði örvæntingarfull: Ása, þú ert að verða of sein í Stundina okkar." Jólasveinninn í bakljós - Getið þið sagt mér að lokum frá einhverjum skemmti- 'egum eða eftirminnilegum atvikum úr starfinu? Þau hugsuðu sig um svolitla stund. „Við getum sagt frá fveim,“ sögðu þau. „Það fyrra er um jólasveininn sem við vorum með um jólin í hitteðfyrra. Hann samdi sjálfur text- ann sinn. En þegar kom að upptöku þá klikkaði minnið og hann fór í baklás. Hann þurfti að endurtaka allt aftur og aftur og þetta var orðin heil martröð. Börnin kunnu orðið texta jólasveinsins utan að. Þar kom að þolinmæði þeirra brast og þau sögðu: „Iss, þetta er hundleiðinlegur jóla- sveinn." Hitt atvikið getur ekki talist skemmtilegt heldur minnis- stætt. Það var þegar þyrlan hrapaði við sjónvarpshúsið. Þá var hún í kvikmyndaleiðangri fyrir Stundina okkar. Verið var 3ð taka upp kynninguna. Við höfðum fyrirhugað að brot- lenda í baðkari og koma fljúgandi inn í veðurfréttatímann en ðrotlendingin gerðist þá í alvörunni. Ása og Þorsteinn. Ómar Ragnarsson sagði að þegar kvikmyndatökumenn- irnir skriðu óslasaðir út úr þyrlunni hefðu þeir sagt: „Þetta var Stundin okkar.“ Máltækið segir að fall sé fararheill og síðan hefur þetta gengið áfallalaust hjá okkur.“ Við kveðjum þau Ásu og Þorstein. Hallgrímskirkjuklukk- an slær tólf slög og minnir á að komið sé hádegi. Þau þurfa að fara niður í Sjónvarp að ræða við upptökustjórann um næsta þátt. Texti: Eðvarð Ingólfsson Myndir: Heimir Óskarsson. Hljómsveitarstjórinn er ekki alveg viss um að öll hljóðfærin séu komin. Getið þið talið þau fyrir hann? 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.