Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 7

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 7
list, þar sem orð, tónlist og atburðir á sviðinu rynnu í einn farveg. Sats gerir ýmsar tilraunir og leitar nýrra möguleika í uppsetningum fyrir börn og í öllu starfi hennar gegnir tón- listin afar miklu hlutverki. Það varð til þess, að mörg tónskáld fengu áhuga á samstarfi við leikhúsið, en í hópi þeirra voru Tikhon Khrennikov, Dmitri Kabal- evski o. fl. Sergej Prokofjev fékk hún til að semja sinfóníuverk fyrir börn. Og árið 1936 samdi tónskáldið hið fræga sinfóníu-ævintýri sitt „Péturog Úlfinn." Pað var Natalía sjálf, sem var í gervi sögumannsins og síðan las hún þessa sögu upp á sviði í mörgum löndum á ýmsum tungumálum, er ferðast var um með gestaleik. Sats er á móti því, að litið sé á tónlist- ina sem uppbót á leikritið. Hún segir, að tónlist í leikriti sé til að hjálpa hinum ungu áhorfendum til að skilja betur hugmyndir uppsetningar- innar og leikritið sjálft hjálpi til við að skynja hinn dásamlega tónlistarheim. Þetta verkefni vakti hjá henni þá hug- mynd að stofna sérstakt barnasöng- leikhús. Árið 1964 var það stofnað. Það varð að byrja á öllu frá grunni. T. d. hvernig á að syngja fyrir börn? Við leikhúsið fóru að vinna listamenn, sem höfðu lokið prófi frá tónlistarháskólum, en þar höfðu þeir lært að syngja sígild hlutverk, en hér þurfti að syngja hlut- verk héra, skógarbjarna og refa. Natalía Sats stofnaði sjálf leiklistar- skóla við barnaóperuna, þar sem átti að mennta leikara, sem gátu allt - leikið, lesið upp, sungið, dansað . .. Hún setti saman efnisskrá. Hún sneri sér til leiðandi sovéskra tónskálda og bað þau að skrifa óperur og balletta fyrir börn. Allt gekk vel hjá leikhúsinu. En Sats hætti ekki. Hún vildi stækka leikhúsið °9 byggja nýtt leikhús, sem væri frá upphafi ætlað fyrir tónlistarsýningar fyrir börn. Og það var byggt. Heil höll, fagrir salir og þar standa höggmyndir af ævintýrapersónum. „Ég var alltaf að berjast fyrir því, að ekkert yrði dregið af barnaleikhúsinu að neinu leyti - þetta væri fyrir börn og þau þyrftu ekki á fullkominni listrænni uppsetningu að halda," segir Nataiía Sats. „Ég var þess fullviss, að barna- leikhúsið átti ekki að vera neitt æringja- Atriði úr Rauðhettu eftir Mikhail Raukhverger. Leikarar Barnasöngleikhússins í Moskvu. leikhús. Stundum eru alvarleg atriði gerð fíflaleg aðeins til þess að koma börnum til að hlæja, en það þarf að tala gáfulega við börn og af áhuga.“ Natalía Sats telur, að það eigi að mæla verk barnaleikhússins á sama listmælikvarða og notaður er á öll önn- ur leikhús. Auðvitað sé munur. Áhorf- andinn í barnaleikhúsinu sé næmari, móttækilegri og viðkvæmari. Það sem fari inn í sál hans meðan sýningin standi yfir, móti skapgerð hans. Barna- leikhúsið hjálpi til að koma í veg fyrir hættulega siðferðislegu sjúkdóma, eins og grimmd, flatneskju, andleysi o. fl. Þetta eru starfsreglur Natalíu Sats. Hún setur sa.nan leikrit, kemur áhorf- endum til að hugsa, gleðjast og hryggj- ast. Það er sama hvort um ævintýri, tónleika, ballett eða barnaóperu er að ræða - alls staðar er hugmyndin um mikilleik mannsins, vináttuna, sann- leikann og lífið. Leikhús Nataliu Sats hefur farið með gestaleik til margra landa. Hún hefur sett upp óperur í mörgum frægum leik- húsum. Þess vegna er hún kunn sem fyrsta konan í heiminum, sem var óperuleikstjóri. Áfjórða áratugnum setti hún upp „Falstaff" eftir Verdi í Kroll- óperunni í Berlín og „Brúðkaup Fígar- ós“ eftir Mozart í Buenos Aires og „Nifl- ungahringinn" eftir Wagner. „Og stærsta ástin mín - var ástin til barnaleikhússins." Þetta segir konan, sem „enn er ekki gráhærð í hjarta sínu,“ eins og einn bróðir hennar í listinni komst svo hnyttilega að orði. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.