Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1984, Blaðsíða 8
Fá börn slá hendi á móti ís ef þeim er boðinn hann. Hann þykir nefnilega lostæti, ekki bara börnum heldur einnig for- eldrum. Þess vegna er hann stundum hafður í eftirmat á sunnudögum eða á öðrum hátíðisdögum. Mörgum hættir til að flokka ís undir sælgæti en í rauninni er hann það ekki vegna vítamína og annarra næringarefna sem eru í honum. Flestir hafa séð kú. Vitið þið að hún á mestar þakkir skildar fyrir ísinn? Hún gefur okkur mjólk og rjóma en það er einmitt úr rjómanum sem ísinn er búinn til. Hugmyndin að baki stofnunar ísgerðarinnar á sínum tíma var að nýta mjólkurfituna, rjómann, á þennan hátt. Stærsta ísgerðin hér á landi er ísgerð Mjólkursamsölunn- ar, öðru nafni Emmess ísgerðin. Hún tók til starfa í maímán- uði árið 1960 og hefur því starfað í 23 ár. Fyrstu tólf árin var ísgerðin til húsa í Mjólkurstöðinni. En árið 1970 keypti Mjólkursamsalan hús það sem ísgerðin er nú í af Mjólkurfé- lagi Reykjavíkur. Húsið var upphaflega byggt sem korn- geymsla og varð því að breyta því töluvert áður en ísgerðin gat tekið þar til starfa árið 1972. Þá var húsnæðið mjög rúmgott en er nú orðið alltof lítið, það sýnir e. t. v. betur en margt annað þær undirtektir sem ísinn hefur fengið. Á und- anförnum árum hefur framleiðsla ísgerðarinnar orðið æ fjölbreyttari og salan aukist mikið. Fyrsta heila árið framleiddi ísgerðin 196 þús. lítra af ís. Á síðasta ári voru framleiddir u. þ. b. 1300 þús. lítrar. - Tutt- ugu manns starfa við ísgerðina. Hér birtum við svo uppskrift að því sem má gera úr ísn- um, auk uppskrifta að ísdrykkjum: 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.