Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Síða 25

Æskan - 01.01.1984, Síða 25
JÚLÍUS Simpansinn Júlíus fæddist á annan dag jóla 1979 í dýra- garðinum í Kristiansand. Móðir hans var þá átta ára - á unglingsaldri ef við berum það saman við mannsævina. Eftir einn og hálfan mánuð hætti hún að sinna Júlíusi svo að umsjónarmenn dýragarðsins urðu að taka hann í fóstur. í rúmt eitt ár ólst Júlíus upp hjá tveimur fjölskyldum. Um hann var annast sem barn, bleyja var sett á hann og stund- um var hann færður í föt. Hann drakk úr pela, lék sér með börnunum á heimilunum og hegðaði sér eins og barn. Öllum þótti afar vænt um Júlíus en frá upphafi var ákveðið aö hann færi aftur í dýragarðinn til að lifa þar með öðrum öpum - ef þeir tækju við honum. Margir efuðust um það. Hann var látinn venjast við veru í garðinum smám saman og svo vel tókst til að hann samdi sig að háttum apa og þeir sam- þykktu hann. í dýragarðinum í Kristiansand er öpun- um ekki haldið stöðugt í búrum, þeir geta farið frjálsir um litla eyju. Mikill fjöldi fólks kemur þar til að fylgjast með dýrunum og Júlíus er eftirlæti allra. i fyrra kom út bók um hann hjá útgáfufyrirtækinu Cappelen í Noregi og þættir um hann hafa verið sýndir í norska sjónvarpinu. Myndirnar eru úr bók- inni. Gaman væri að vita hvort einhverjir af lesendum Æskunnar hafa séð Júlíus. 25

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.