Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1984, Side 38

Æskan - 01.01.1984, Side 38
 FJOLSKYLDUÞATTUR umsjá Kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík. Enn eitt ár á enda er, áfram heldur tíminn. vigdís Einarsdóttir. Ekki er stans né staldraö viö þótt áramót komi á tímatali okkar. „Því einn kemur þá annar fer“. Nýtt ár er tekið við af því fyrra og hefur göngu sína meö líkum hætti og önnur er á undan hafa gengið. Við slík tímamót er hugur manna óráðinn. Hvað ber nýtt ár í skauti sínu hverj- um og einum til handa ? Við rifjum upp, atburði er áttu sér stað, sorg og gleði skiptast á, við dveljum löngum við endurminningar frá slíkum stundum. GLEÐILEGT ÁR 1984 LIFUM LÍFINU FYRIR ÍSLAND Bæn okkar og von haldast í hendur um betri tíð, jafnvel þótt allt leiki í lyndi, því ekki er minni vandi að lifa lífinu farsæilega þegar ekkert bjátar á heldur en þegar mótlæti og erfiðleikar steðja að. Biðjum þann máttuga lífsins föður að efla með okkur réttlæti til orðs og æðis og blessa okkar æskufólk og varðveita frá hættum þeim er flæða yfir heiminn, og bíða færis að eyðileggja hvert ungmennið á fætur öðru, spyrnum við fótum gegn vímuefnum, njótum lífsins heilbrigð á sál og líkama. íslensk æska býr við mikið lán að vera ekki skylduð til herþjónustu, eða að eiga á hættu að láta lífið fyrir fósturjörðina af þeim sökum, eins og það heitir á fagmáli stórþjóð- anna, þegar kallið kemur á vígvöllinn. Æsku- fólk margra þjóða deyr fyrir föðurlandið. En við íslenskt æskufólk vil ég segja: Lifið fyrir ísland, verið fyrirmynd annara þjóða í öllu framferði og framgöngu, látið ekki leiða ykkur út í spillingu, sýnið metnað ykkar og sjálfstæði með því að standast freistingar tískufyrirbrigða, sem leiða til glötunar dýr- mætra eiginleika manndómsáranna. Lifum lífinu fyrir ísland Gleðilegt nýtt ár. Vigdís Einarsdóttir. 38

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.