Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1986, Page 20

Æskan - 01.05.1986, Page 20
LEYNILÖGREGLUMAÐURIMV BJÖSSI BOLLA Texti: Ingvar Moe # Teikningar: Hákon Aasnes 81. Sýslumaðurinn vill tala við Arnkel einan. Bjössi bíður með öndina í hálsinum. En brátt kemur Arnkell út, léttur í spori. - Ég fæ að búa á býlinu, segir hann. Ég verð bara að fara á búnaðarskóla fyrst. Og kannski fæ ég styrk til að kaupa búfénað og gera við húsið. Svona eiga sýslumenn að vera! Húrra!! 83. Hann vill ekki bragða á súkkulaði, möndlu- deigi, gosdrykkjum eða hnetum — Og það er þér að kenna. . ., segir hann ásakandi við Önnu. Hún veit ekki hvernig hún á að taka þessu, hvort hann er að gera að gamni sínu eða talar í fullri alvöru. - Það þarf einbeittan vilja til að grenna sig um jólaleytið, segir hann, en ég 20 skal standa mig. 82. Arnkell fær að dveljast hjá fjölskyldu Bjössa þangað til búnaðarskólinn byrjar að loknu jólaleyfi. Dag einn koma Anna og Þránd- ur í heimsókn. Bjössa langar til að stríða Önnu. Hann situr þungbrýnn með krosslagða arma og harðneitar að fá sér góðgæti. 84. Þá tekur Björg, systir Bjössa, í taumana. - En elsku Bjössi minn! segir hún. Við viljum öll hafa þig svona bollulegan, mjúkan og mikinn um þig, nei, ég á við þéttan og þreklegan. Vertu nú aftur indæll og fáðu þér bita með okkur. - Takk, kæra systir, segir Bjössi, ekki mátti það seinna vera. Minn einbeitti vilji var alveg að láta undan lönguninni!!!

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.