Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1986, Síða 29

Æskan - 01.05.1986, Síða 29
ÚRSKÓLABLAÐINUpennarugl barnaskólistaðarhreppsv-hún. GUNNAR OG TRÖLLSKESSAN Einu sinni var drengur, Gunnar að nafni. Hann var smali hjá föður sín- Uni- Kindurnar rak hann upp á flatir fi'nar. Þær voru nefncjar Tröllaflatir. •h sinn var hann staddur á Trölla- ^otum, skall þá á stórhríð. Villtist ^ar|n og leitaði skjóls í helli einum. valdi hann þar þangað til hríðinni tii°faði. Ætlaði hann þá að fara en sér niikillar skelfingar heyrir hann und- ,_gang mikinn og að hraustlega er blás- Ul.Ur nösum. Sér hann að skessa kem- a móti honum og ætlar hún þegar í o að drepa hann. Spyr Gunnar hana a hví hún aetli að drepa sig. Segist hún ^a aldrei hafa hitt svo kaldan karl að nn þyrði að spyrja hana og svona , ann mundi hún ekki drepa. Gaf hún pa Gunnari líf. gil n er Gunnar kom heim sá hann að jt ar kindurnar voru komnar á undan sn nUm' ^or 113110 Þa n* föður síns og , rði hvernig kindurnar hefðu ratað ^í31' Sagði faðir hans að hann hefði hefvv^ar áfíðin var að skella á og faró ^Vl orð*ð hræddur um hann og bg1 af stað upp á Flatir. Fann hann ^ra kindurnar en ekki Gunnar. Þegar flat'lnni slotaði fór hann aftur upp á fór h *Clta 113118 en fann f'ver81- f*á 5 ann heim og bað fyrir honum. ist f a- ^unnar sögu sína og undrað- aðir hans hugrekki hans. tir þetta sá Gunnar aldrei tröll. Örn STÖKUR Við erum oft að atast í öllu mögulegu. í skóla er gott að fá þá frí og fræðast lífs um vegu. Skólinn oft er skemmtilegur sköpum honum minnisvörð. Þinn oft liggi langur vegur líka gegnum Hrútafjörð. HEYRT Á GÖTU Góðan daginn, frú Helga, Hvernig er heilsan? Jú, takk fyrir læknir, bara alveg ágæt. Og hinir í fjölskyldunni? Jú, takk, ég bið lækninn innilega afsökunar. En við erum öll vel frísk. Þórey Arna LEITIN Það voru einu sinni systkin sem áttu læðu. Aldrei þurfti að kalla á hana inn í húsið þegar hún var úti því að hún krafsaði í hurðina eftir tíu mínútur. Kisan hét Leidí. En einu sinni krafsaði hún ekki og Lára og Jón, eins og krakkarnir hétu, urðu mjög áhyggjufull. Þau biðu og biðu en ekki kom Leidí. Þá tók pabbi þeirra til óspilltra málanna og fór að leita og fékk Gissur nágranna þeirra til að leita líka. Lára og Jón voru miður sín því að Leidí hafði aldrei týnst áður (hún var eins árs). Pabbi og Gissur leituðu í tvo daga en aldrei fannst Leidí. Á þriðja degi kom hún með átta kettlinga. Ósköp voru Lára og Jón glöð. Mamma og pabbi líka. En víst er að hvorki Jón, Lára, pabbi né mamma vissu að hún var kettlingafull. Sigga SKOTABRANDARI Einu sinni var Skoti sem sat útí skoti. Þá kom annar Skoti og skaut Skotann, sem sat útí skoti, með skoti. Þá kom annar Skoti og spurði Skotann, sem skaut Skotann sem sat útí skoti, með skoti: „Af hverju skaustu Skotann, sem sat útí skoti, með skoti?“ „Af því að Skotinn, sem sat útí skoti, skaut annan Skota, sem sat útí skoti, með skoti, Skoti.“ Örn HREINGERNINGAR Einu sinni var kona sem var sífellt að gera hreint og laga til. Eitt sinn var hún að gera hreint í verkfærageymslu mannsins síns. Þá missti hún óvart pakka af nöglum ofan í þvottabalann svo að hún varð að tína þá upp úr balanum og þurrka hvern einstakan. Þá kom maðurinn hennar inn og sá hana vera að þurrka alla naglana. Þá sagði hann: „Heyrðu, heldurðu ekki að þessar hreingerningar séu farnar að ganga út í öfgar hjá þér?!!“ Þorgeir 29

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.