Æskan - 01.05.1986, Page 30
Gettu nú
Kæra Æska!
Takk fyrir gott blað. Þið mættuð þó
hafa fleiri krossgátur.
En ég sendi ykkur gátu. Hún er svona:
Dugnaðarforkur er hann.
Annars veist þú ekkert enn.
Vandaðu þig nú:
ímyndaðu þér tónlistarmann.
Dæmalaust ertu skýr ef þú getur svar-
að strax.
Byrjum nú aftur.
Okkur líkar lögin hans.
vWe love him sometimes“
Islenskur er hann ekki.
En nú skaltu lesa nafnið úr fyrstu há-
stöfunum — (Í=I)!
HH
Bréf frá Þórshöfn
Hæ, kæri Æskupóstur!
Mig langar til að segja frá litla þorpinu
okkar, Þórshöfn. Hér eru 4-500 íbú-
ar. Hér er frystihús, kaupfélag, Gullu-
búð, heilsugæslustöð, heilsurækt, tveir
söluskálar, sparisjóður, pósthús,
leikvöllur fyrir börn, bókasafn og
margt fleira. Já, ekki má ég gleyma
skólanum. Þar er ágætt félagslíf en
mætti þó vera enn betra. Stundum eru
„diskótek“ — stundum förum við í bíó
og margir æfa íþróttir, t.d. knatt-
spyrnu og blak. Hér starfar líka
skátafélag.
Að lokum þakka ég frábært blað en
bið þó um enn fleiri nöfn pennavina.
Svo hvet ég alla íslendinga til að koma
hingað að skoða þetta frábæra þorp!
Ein að norðan
Að selja bréfdúfur
Kæra Æska!
Þú ert mjög gott blað en þú mættir
samt birta veggmyndir af Tínu Turner
og Agnethu Fáltskog.
Ég ætla að segja þér tvo brandara:
— Segðu mér, hvað starfar þú?
- Égásjöbréfdúfuroglifiáþeim.
— Varla hefur þú miklar tekjur af
því. . .
— Jú, jú. Ég sel þær á hverjum degi
fyrir 500 kr. hverja og þær koma
allar heim að kvöldi!
Maður nokkur vann við að þvo
glugga og féll úr háum stiga niður á
gangstétt. Sem betur fór meiddist
hann ekki. Múgur og margmenni safn-
aðist saman til að huga að hvort hann
væri ómeiddur. Lögreglumaður kom á
vettvang og spurði:
- Hvaðgengurhérá?!
- Éghefekkihugmyndumþað,
svaraði sá sem datt. - Eg er alveg
nýkominn.
Anna
Meira af
landsbyggðinni
Kæri Æskupóstur!
Ég er í 7. bekk í Gagnfræðaskóla Nes-
kaupstaðar sem reyndar heitir nú
Verkmenntaskóli Austurlands. í skól-
anum er félagsmiðstöð sem ber það
virðulega nafn Skálkaskjóí. Hún er
opin þrisvar í viku. Þar er m.a. starf-
ræktur ljósmyndaklúbbur og fyrirhug'
að er að stofna borðtennisklúbb.
Mig langar til að spyrja nokkurra
spurninga:
1. Má senda lausn við fleiri en einni
þraut í sama umslagi? Er ekki hæg*
að leyfa þeim sem fá verðlaun að
velja þau?
2. Gætuð þið haft tölvuþátt og skák-
þátt í blaðinu?
3. Viljið þið skrifa meira um málefni
krakka utan Reykjavíkursvæð-
isins?
SVÖR:
1. Já - en skrifaðu hverja lausn á sitt
blað og merktu með nafni og heiffl'
ilisfangi. Segðu alltaf til um aldur
svo að við getum valið verðlaun yiö
hæfi. Við höfum yfirleitt þann hátt
á en stundum er verðlaunahöfum
sjálfum gefinn kostur á að velja.
2. Það höfum við einmitt hugleitt og
vonandi líður ekki á löngu uns af
því verður.
3. Já!
ÆSKUÞÖS T URINN
30